Birgir Leifur: Fyrsta markmiðinu náð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2007 16:17 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Elísabet Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur sagðist í samtali við Vísi vera afar sáttur við sína stöðu á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann spilaði á 70 höggum í dag á gamla vellinum á San Roque á Spáni í dag og er í 19.-24. sæti eftir fjórða keppnisdaginn af sex. Hann komst því örugglega í gegnum niðurskurðinn en 70 kylfingar fá að keppa á síðustu tveimur dögunum um þau 30 sæti sem laus eru á mótaröð næsta árs. „Þetta gekk mjög vel í dag og er ég mjög ánægður," sagði Birgir Leifur sem fékk þrjá fugla í dag og aðeins einn skolla. Oftar en ekki var hann að pútta fyrir fugli. „Það hefði auðvitað verið kærkomið að fá fleiri fugla en þeir verða bara að bíða betri tíma. En þetta var mjög þægilegur hringur í dag." Birgir Leifur segist vera sáttur við sína stöðu í mótinu. „Fyrsta markmiðið var að komast í gegnum niðurskurðinn og gott að því hefur verið náð. Nú verð ég bara að halda áfram á sömu braut og spila áfram af sama stöðugleika." Hann var þó ekki ánægður með spilamennsku sína í gær er hann lék á einu höggi yfir pari á nýja vellinum. „Það var svolítið basl. En ég náði þó að halda mér inn í myndinni og spilaði engu frá mér. Ég breytti þó ekkert um leikstíl í dag enda koma stundum bara svona dagar. Það er margt sem getur gerst og maður þarf bara að halda sér á tánum." Á morgun spilar Birgir Leifur aftur á gamla vellinum og svo lokahringinn á nýja vellinum. Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur sagðist í samtali við Vísi vera afar sáttur við sína stöðu á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann spilaði á 70 höggum í dag á gamla vellinum á San Roque á Spáni í dag og er í 19.-24. sæti eftir fjórða keppnisdaginn af sex. Hann komst því örugglega í gegnum niðurskurðinn en 70 kylfingar fá að keppa á síðustu tveimur dögunum um þau 30 sæti sem laus eru á mótaröð næsta árs. „Þetta gekk mjög vel í dag og er ég mjög ánægður," sagði Birgir Leifur sem fékk þrjá fugla í dag og aðeins einn skolla. Oftar en ekki var hann að pútta fyrir fugli. „Það hefði auðvitað verið kærkomið að fá fleiri fugla en þeir verða bara að bíða betri tíma. En þetta var mjög þægilegur hringur í dag." Birgir Leifur segist vera sáttur við sína stöðu í mótinu. „Fyrsta markmiðið var að komast í gegnum niðurskurðinn og gott að því hefur verið náð. Nú verð ég bara að halda áfram á sömu braut og spila áfram af sama stöðugleika." Hann var þó ekki ánægður með spilamennsku sína í gær er hann lék á einu höggi yfir pari á nýja vellinum. „Það var svolítið basl. En ég náði þó að halda mér inn í myndinni og spilaði engu frá mér. Ég breytti þó ekkert um leikstíl í dag enda koma stundum bara svona dagar. Það er margt sem getur gerst og maður þarf bara að halda sér á tánum." Á morgun spilar Birgir Leifur aftur á gamla vellinum og svo lokahringinn á nýja vellinum.
Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira