Viðskipti innlent

Slæm afkoma Oasis hefur neikvæð áhrif á uppgjör Mosaic Fashions

Kynningarfundur ársuppgjörs Mosaic Fashions á síðasta ári.
Kynningarfundur ársuppgjörs Mosaic Fashions á síðasta ári. MYND/GVA

Slæm afkoma tískuhússins Oasis á síðasta ári á eftir að koma sér illa fyrir Baug erfitt að mati greinarhöfundar breska blaðsins Sunday Telegraph. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vefútgáfu blaðsins.

Minnkandi sala hjá Oasis veldur því að afkoma Mosaic versnaði á síðasta ári um 16 milljónir punda eða sem nemur tveimur milljörðum íslenskra króna. Oasis er hluti af tískusamsteypunni Mosaic Fashions sem er að mestu í eigu Baugs.

Mosaic Fashion birtir ársuppgjör sitt næstkomandi miðvikudag en samkvæmt grein Sunday Telegrap mun slæm afkoma Oasis endurspeglast í því uppgjöri. Alls drógust tekjur Oasis saman um 14 prósent á síðasta ári en stór hluti af heildarveltu Mosaic Fashion kemur frá Oasis.

Sjá má grein Sunday Telegraph hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×