Yfirtaka Nasdaq fýsilegri og líklegri 10. ágúst 2007 03:30 Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Jukka Ruuska, forstjóri norræna hluta OMX samstæðunnar, opna fyrir viðskipti í OMX Iceland kauphöllinni fyrr á árinu. MYND/Anton Brink Kauphöllin í Dubai hefur gert tilboð í hluti í kauphallarsamstæðunni OMX, sem Kauphöll Íslands heyrir undir ásamt kauphöllum á Norðurlöndunum og við Eystrasalt. Í mikla baráttu stefnir milli Kauphallarinnar í Dubai og hinnar bandarísku Nasdaq, sem á vordögum gerði yfirtökutilboð í OMX. Forstjóri Kauphallar Íslands telur yfirtöku Nasdaq bæði fýsilegri og líklegri. Tilboð Kauphallarinnar í Dubai hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut og er því umtalsvert hærra en tilboð Nasdaq, sem bauð 208,1 sænskar krónur fyrir hvern hlut í OMX. Samkvæmt fréttum verður tilboð Kauphallarinnar í Dubai einungis virkt nái félagið að tryggja sér yfir fjórðungshlut í OMX samstæðunni. Kauphöllin í Dubai hefur nú þegar tryggt sér 4,9 prósenta hlut í OMX. Stjórn OMX samþykkti á sínum tíma tilboð Nasdaq og mælti með því að hluthafar gerðu slíkt hið sama. Áætlað var að samningar um samruna kauphallanna tveggja yrðu handsalaðir um áramót. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telur ólíklegt að forsvarsmenn Kauphallarinnar í Dubai nái sínu fram. Til þess séu einfaldlega of veigamiklir viðskiptalegir og hagrænir hvatar fyrir hluthafa í OMX til að ganga að tilboði Nasdaq „Komið hefur fram að mikill metnaður er til að gera Kauphöllina í Dubai að stórri alþjóðlegri Kauphöll á borð við þær í London, New York, Nasdaq eða Tókýó. þeir hugsa þetta líklega sem eina leið að því markmiði sínu." Þórður segir hluthafa í OMX, sérstaklega þá sem fara með stærri eignarhluti, hugsa til fleiri þátta en eingöngu verðsins þegar tilboðin eru vegin og metin. Hann telur yfirtöku Nasdaq mun fýsilegri kost enda auðveldara að sjá samlegðarþætti; sérstaklega í ljósi stöðu Nasdaq sem alþjóðlegrar kauphallar með rætur í svipaðri viðskiptamenningu og þekkist á áhrifasvæði OMX „Með yfirtöku Nasdaq myndi opnast ný vídd fyrir OMX markaðina. Kauphöllin í Dubai er hins vegar að miklu leyti bundin við Arabalöndin, og því erfitt að sjá samlegðaráhrif eða virðisauka í fljótu bragði." Ljóst er að Kauphöllin í Dubai metur OMX umtalsvert hærra en Nasdaq. Samkvæmt tilboði Dubai-manna er heildarvirði OMX samstæðunnar um 253 milljarðar íslenskra króna, en til samanburðar er verðmæti OMX 227,9 milljarðar króna sé tekið mið af tilboði Nasdaq. Hlutabréf í OMX stóðu í rúmlega 229 sænskum krónum á hlut í gær. Þar sem stjórn OMX hefur lagt blessun sína yfir tilboð Nasdaq, má ætla að vilyrði margra stærstu hluthafa OMX til að ganga að tilboði Nasdaq liggi fyrir. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Nasdaq hækki enn tilboð sitt, og freisti þess þannig að tryggja endanlega yfirráð sín yfir OMX samstæðunni. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Kauphöllin í Dubai hefur gert tilboð í hluti í kauphallarsamstæðunni OMX, sem Kauphöll Íslands heyrir undir ásamt kauphöllum á Norðurlöndunum og við Eystrasalt. Í mikla baráttu stefnir milli Kauphallarinnar í Dubai og hinnar bandarísku Nasdaq, sem á vordögum gerði yfirtökutilboð í OMX. Forstjóri Kauphallar Íslands telur yfirtöku Nasdaq bæði fýsilegri og líklegri. Tilboð Kauphallarinnar í Dubai hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut og er því umtalsvert hærra en tilboð Nasdaq, sem bauð 208,1 sænskar krónur fyrir hvern hlut í OMX. Samkvæmt fréttum verður tilboð Kauphallarinnar í Dubai einungis virkt nái félagið að tryggja sér yfir fjórðungshlut í OMX samstæðunni. Kauphöllin í Dubai hefur nú þegar tryggt sér 4,9 prósenta hlut í OMX. Stjórn OMX samþykkti á sínum tíma tilboð Nasdaq og mælti með því að hluthafar gerðu slíkt hið sama. Áætlað var að samningar um samruna kauphallanna tveggja yrðu handsalaðir um áramót. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telur ólíklegt að forsvarsmenn Kauphallarinnar í Dubai nái sínu fram. Til þess séu einfaldlega of veigamiklir viðskiptalegir og hagrænir hvatar fyrir hluthafa í OMX til að ganga að tilboði Nasdaq „Komið hefur fram að mikill metnaður er til að gera Kauphöllina í Dubai að stórri alþjóðlegri Kauphöll á borð við þær í London, New York, Nasdaq eða Tókýó. þeir hugsa þetta líklega sem eina leið að því markmiði sínu." Þórður segir hluthafa í OMX, sérstaklega þá sem fara með stærri eignarhluti, hugsa til fleiri þátta en eingöngu verðsins þegar tilboðin eru vegin og metin. Hann telur yfirtöku Nasdaq mun fýsilegri kost enda auðveldara að sjá samlegðarþætti; sérstaklega í ljósi stöðu Nasdaq sem alþjóðlegrar kauphallar með rætur í svipaðri viðskiptamenningu og þekkist á áhrifasvæði OMX „Með yfirtöku Nasdaq myndi opnast ný vídd fyrir OMX markaðina. Kauphöllin í Dubai er hins vegar að miklu leyti bundin við Arabalöndin, og því erfitt að sjá samlegðaráhrif eða virðisauka í fljótu bragði." Ljóst er að Kauphöllin í Dubai metur OMX umtalsvert hærra en Nasdaq. Samkvæmt tilboði Dubai-manna er heildarvirði OMX samstæðunnar um 253 milljarðar íslenskra króna, en til samanburðar er verðmæti OMX 227,9 milljarðar króna sé tekið mið af tilboði Nasdaq. Hlutabréf í OMX stóðu í rúmlega 229 sænskum krónum á hlut í gær. Þar sem stjórn OMX hefur lagt blessun sína yfir tilboð Nasdaq, má ætla að vilyrði margra stærstu hluthafa OMX til að ganga að tilboði Nasdaq liggi fyrir. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Nasdaq hækki enn tilboð sitt, og freisti þess þannig að tryggja endanlega yfirráð sín yfir OMX samstæðunni.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun