Viðskipti innlent

Markaðir lækkuðu víða

Málin rædd í New York Kauphöllin
Málin rædd í New York Kauphöllin

Markaðir lækkuðu bæði austan hafs og vestan í gær vegna þrenginga sem rekja má til samdráttaráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Hlutabréfamarkaður hér fór ekki varhluta af lækkunum þar sem Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,61 prósent.

Gengi þriggja helstu vísitalna í Bandaríkjunum lækkaði um allt að 1,7 prósent strax við opnun markaða þar í gær. Þetta er viðsnúningur frá því deginum áður þegar vísitölurnar hækuðu um allt að 2,1 prósent.

Evrópsk fjármálafyrirtæki sem halda úti sambærilegri starfsemi handan Atlantsála hafa sömuleiðis átt við erfiðleika að stríða vegna þessa. Evrópski seðlabankinn brást við í gær með því að bjóða þeim sem komu illa inn í sumarið lán á góðum kjörum til að bæta lausafjárstöðu þeirra og hindra að áhrifanna gæti í evrópsku viðskiptalífi. Afleiðingarnar voru þær að vísitölur í Evrópu lækkuðu almennt um rúm tvö prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×