Viðskipti innlent

Íslenska hagkerfið er einstakt

Arthur Laffer leynir ekki hrifningu sinni á íslensku hagkerfi.
Arthur Laffer leynir ekki hrifningu sinni á íslensku hagkerfi. MYND/Stöð 2

Þið ættuð að vera stolt af ríkisstjórn ykkar. Íslenska kerfið er einstakt. Þetta sagði Arthur B. Laffer, einn kunnasti hagfræðingur heims, á fundi Samtaka atvinnulífsins í morgun undir yfirskriftinni „Íslenska efnahagsundrið".

Laffer vakti heimsathygli, þegar hann setti fram þá kenningu á 8. áratug 20. aldar, að skatttekjur ríkisins þyrftu ekki að minnka heldur gætu jafnvel aukist þegar skattar væru lækkaðir.

Laffer segir skatttekjur aukast við aukna skattheimtu þangað til komið er að ákveðnu hámarki en eftir það minnki skatttekjurnar. Þetta merkir að minni skattheimta gæti leitt til aukinna skatttekna.

Laffer hafði talsverð áhrif á skattastefnu Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta. Hann segir hana hafa gengið með afburðum vel sem og í öðrum löndum þar sem skattar hafa verið lækkaðir eftir þessari hugsun, meðal annars á Spáni í lok 20. aldar. Á Íslandi hafa skattalækkanir, sérstaklega á fyrirtækjum líka haft í för með sér auknar skatttekjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×