Íslenski boltinn

Tindastóll upp í 2. deild

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tindastóll lék síðast í 2. deild 2005.
Tindastóll lék síðast í 2. deild 2005.

Tindastóll frá Sauðárkróki leikur í 2. deild að ári. Liðið tapaði á útivelli fyrir BÍ/Bolungarvík í dag í seinni úrslitaleik um að komast upp úr 3. deild. Leikurinn fór 2-1 en þar sem Tindastóll vann heimaleikinn 3-0 kemst liðið upp.

Vegna fjölgunar í landsdeildum komast fimm lið upp úr 3. deildinni ár. Áður höfðu Hamar, Víðir Garði, Grótta og Hvöt komist upp.

Á morgun ræðst hvaða lið fellur úr 2. deild en þá fer fram lokaumferðin í þeirri deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×