Handbolti

Alfreð: Áhættan var of mikil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach.
Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts

Alfreð Gíslason segir að það hafi verið of mikil áhætta fólgin í því að leyfa Guðjóni Vali Sigurðssyni að spila með Gummersbach gegn Göppingen í bikarnum á þriðjudaginn.

Guðjón Valur gekkst undir erfiða aðgerð á öxl í lok september og segir Alfreð að með öllu réttu ætti hann að hvíla fram að EM í janúar.

„Áhættan var allt of mikil," sagði Alfreð í samtali við express.de. „Hefði hann lent í slæmu samstuði hefðu hann jafnvel þurft að hvíla í sex mánuði í viðbót. Engu að síður var óskaplega gaman að sjá hann spila í þessum leik."

Guðjón Valur átti frábæran leik og var lykilmaðurinn á bak við sigur Gummersbach. Hann skoraði fimm mörk í leiknum og Gummersbach vann, 33-30.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×