Guðjón Valur: Var í gallabuxunum hálftíma fyrir leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2007 16:02 Guðjón Valur í leik með Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts Guðjón Valur Sigurðsson var hetja Gummersbach í þýsku bikarkeppinni í gær þó það sé enn mánuður í að hann jafni sig af meiðslum sínum. Hann gekkst undir aðgerð á öxl fyrr í haust og er nú í endurhæfingu. Engu að síður spilaði hann gegn Göppingen í gær og var lykilmaður í sigri Gummersbach, 33-30. „Ég var nú í gallabuxunum hálftíma fyrir leik," sagði Guðjón Valur í samtali við Vísi. „Vinstrihandar maðurinn okkar var veikur og gat ekki spilað og ég sagði við Alfreð að ég gæti verið til taks ef hann þyrfti á mér að halda. Hann þvertók reyndar fyrir það en það vantaði hvort eð er mann á leikskýrslu." Hann segir að Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach, hafi beðið eins lengi og hann taldi mögulegt með að nota hann. Guðjón Valur kom svo inn á í síðari hálfleik og skoraði til að mynda tvö mörk í röð og jafnaði þar með stöðuna í 30-30. Róbert Gunnarsson skoraði næstu tvö mörk liðsins en hann á einnig við meiðsli að stríða og var með spelku á þumalputta í leiknum. „Ég hlífði mér mikið og má til að mynda ekki vaða út í næsta leikmann. Ég vona að þetta hafi verið undantekning því ég verð ekki orðinn heill fyrr en eftir mánuð í fyrsta lagi. Þarna sá ég að ég gæti hugsanlega hjálpað liðinu." Guðjón Valur hringdi í konuna sína skömmu fyrir leik sem pakkaði því sem hann þurfti í tösku og þurfti sjúkraþjálfarinn að finna treyju Guðjóns Vals þar sem hún var ekki í búningatösku liðsins. „Þetta var vissulega gaman en ég verð ekki með í næsta leik. Það á þó aldrei að segja aldrei." Með sigrinum tryggði Gummersbach sér sæti í fjórðungsúrslitum bikarkeppninnar. Guðjón Valur segir þó að liðið sé alls ekki úr leik í deildarkeppninni. „Við erum núna búnir að spila við öll liðin sem eru við toppinn og þau spila mörg hver innbyrðis í næsta mánuði. Ef við klárum okkar leiki ætti staða liðsins að vera nokkuð góð um áramótin." Hann segir þó að það heilli að fara með Gummersbach í bikarúrslitin. „Það er draumur allra liða að komast til Hamburgar í bikarúrslitin. Þetta er því ákveðin gulrót fyrir okkur og er ég ekki viss um að ég hefði spilað ef um venjulegan deildarleik hefði verið að ræða." Fyrr í vikunni var dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og lenti Gummersbach í sama riðli og Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar. „Þetta verður bara formsatriði fyrir okkur að klára þennan leik," sagði hann og hló. „En í fullri alvöru þá er Ciudad Real annað tveggja sterkustu liða í heimi. Það er alla vega jafn gott og Kiel, ef ekki aðeins betra. Þetta verður því langt frá því að vera einfalt en ætti að verða skemmtilegt." Dregið var í fjóra riðla og mun sigurvegarinn í hverjum riðli komast í undanúrslit keppninnar. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að komast í undanúrslit, það er ekki spurning." Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Hlyni Sigmarssyni hafi verið veitt umboð til að undirbúa leik Flensburg og Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni hér á landi. Enn er langt í land að ákveðið verði að leikurinn fari fram hér á landi en Guðjón Valur segir að um metnaðarfullt verkefni sé að ræða. „Þetta er frábært verkefni hjá Hlyni. Hann er að sýna að hann er stór og sterkur kall þó hann líti ekki út fyrir það," sagði hann í léttum dúr. „Þetta er auðvitað geggjuð hugmynd en það þarf að bíða og sjá hvort að þetta gæti orðið að veruleika. Það er hins vegar alveg ljóst að það er ekki hægt að klára þetta dæmi með tekjum af miðasölu og þyrfti því íslenskt stórfyrirtæki að hlaupa undir bagga." Hann segir þó jákvætt að þessi umræða sé farin af stað. „Öll slík umræða gerir handboltanum gott." Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var hetja Gummersbach í þýsku bikarkeppinni í gær þó það sé enn mánuður í að hann jafni sig af meiðslum sínum. Hann gekkst undir aðgerð á öxl fyrr í haust og er nú í endurhæfingu. Engu að síður spilaði hann gegn Göppingen í gær og var lykilmaður í sigri Gummersbach, 33-30. „Ég var nú í gallabuxunum hálftíma fyrir leik," sagði Guðjón Valur í samtali við Vísi. „Vinstrihandar maðurinn okkar var veikur og gat ekki spilað og ég sagði við Alfreð að ég gæti verið til taks ef hann þyrfti á mér að halda. Hann þvertók reyndar fyrir það en það vantaði hvort eð er mann á leikskýrslu." Hann segir að Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach, hafi beðið eins lengi og hann taldi mögulegt með að nota hann. Guðjón Valur kom svo inn á í síðari hálfleik og skoraði til að mynda tvö mörk í röð og jafnaði þar með stöðuna í 30-30. Róbert Gunnarsson skoraði næstu tvö mörk liðsins en hann á einnig við meiðsli að stríða og var með spelku á þumalputta í leiknum. „Ég hlífði mér mikið og má til að mynda ekki vaða út í næsta leikmann. Ég vona að þetta hafi verið undantekning því ég verð ekki orðinn heill fyrr en eftir mánuð í fyrsta lagi. Þarna sá ég að ég gæti hugsanlega hjálpað liðinu." Guðjón Valur hringdi í konuna sína skömmu fyrir leik sem pakkaði því sem hann þurfti í tösku og þurfti sjúkraþjálfarinn að finna treyju Guðjóns Vals þar sem hún var ekki í búningatösku liðsins. „Þetta var vissulega gaman en ég verð ekki með í næsta leik. Það á þó aldrei að segja aldrei." Með sigrinum tryggði Gummersbach sér sæti í fjórðungsúrslitum bikarkeppninnar. Guðjón Valur segir þó að liðið sé alls ekki úr leik í deildarkeppninni. „Við erum núna búnir að spila við öll liðin sem eru við toppinn og þau spila mörg hver innbyrðis í næsta mánuði. Ef við klárum okkar leiki ætti staða liðsins að vera nokkuð góð um áramótin." Hann segir þó að það heilli að fara með Gummersbach í bikarúrslitin. „Það er draumur allra liða að komast til Hamburgar í bikarúrslitin. Þetta er því ákveðin gulrót fyrir okkur og er ég ekki viss um að ég hefði spilað ef um venjulegan deildarleik hefði verið að ræða." Fyrr í vikunni var dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og lenti Gummersbach í sama riðli og Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar. „Þetta verður bara formsatriði fyrir okkur að klára þennan leik," sagði hann og hló. „En í fullri alvöru þá er Ciudad Real annað tveggja sterkustu liða í heimi. Það er alla vega jafn gott og Kiel, ef ekki aðeins betra. Þetta verður því langt frá því að vera einfalt en ætti að verða skemmtilegt." Dregið var í fjóra riðla og mun sigurvegarinn í hverjum riðli komast í undanúrslit keppninnar. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að komast í undanúrslit, það er ekki spurning." Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Hlyni Sigmarssyni hafi verið veitt umboð til að undirbúa leik Flensburg og Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni hér á landi. Enn er langt í land að ákveðið verði að leikurinn fari fram hér á landi en Guðjón Valur segir að um metnaðarfullt verkefni sé að ræða. „Þetta er frábært verkefni hjá Hlyni. Hann er að sýna að hann er stór og sterkur kall þó hann líti ekki út fyrir það," sagði hann í léttum dúr. „Þetta er auðvitað geggjuð hugmynd en það þarf að bíða og sjá hvort að þetta gæti orðið að veruleika. Það er hins vegar alveg ljóst að það er ekki hægt að klára þetta dæmi með tekjum af miðasölu og þyrfti því íslenskt stórfyrirtæki að hlaupa undir bagga." Hann segir þó jákvætt að þessi umræða sé farin af stað. „Öll slík umræða gerir handboltanum gott."
Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni