Viðskipti innlent

Eimskip reyndi að kaupa Smyril Line

MYND/365

Eimskip gerði fyrir skemmstu tilraun til að kaupa meirihluta í Smyril Line en félagið gerir meðal annars út ferjuna Norrænu. Frá þessu er greint í færeyska dagblaðinu Dimmalætting.

Í frétt Dimmalætting kemur fram að Eimskip hafi gert tilboð í hlutabréf félaganna TF Holding og Framtaksgrunnurinn en til samans eiga félögin yfir 50 prósent hlutabréfa í Smyril Line. Því tilboði hafi hins vegar félögin hafnað.

Blaðið segist hafa fyrir þessu góðar heimildir en þær hafa hingað til ekki fengist staðfestar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×