Viðskipti erlent

Franskir flýja skattinn

Logo The Economist
Logo The Economist

Auðugir Frakkar virðast hafa lagt land undir fót og flutt búferlum til landa þar sem skattaumhverfið er þeim hagstæðara, ef marka má nýjasta tölublað Economist. Í blaðinu er greint frá einum þeirra, rokkgoðinu Johnny Hallyday, sem flutti til Sviss fyrir nokkrum árum til að sleppa undan klóm franska hátekjuskattsins.

Hallyday, sem er á sama stalli og Elvis Presly í hugum Frakka, er 63 ára en í fullu formi og treður reglulega upp auk þess sem hann hefur gefið út um eina til tvær plötur á ári hverju frá upphafi ferils síns árið 1960. Halliday segir hátekjuskattinn þyrni í augum enda reiknist sér til að um 70 prósent tekna sinna renni í franska ríkiskassann.

Búferlaflutningar Hallidays og fleiri Frakka í hans stöðu hefur sett góðan vin hans, forsetaframbjóðandann Nicolas Sarkozy, í slæma stöðu. Sarkozy vill afnema hátekjuskattinn en þykir ekki líklegur til að ná fylgi almennings þar eð breytingin myndi koma auðmönnum einum til góða.

Tvístígandi bílaframleiðendur
Forbes blaðahausar

Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes segir bílaframleiðendur vestanhafs leita ýmissa leiða til að minnka útblástur bíla undir merkjum fyrirtækjanna, draga úr eyðslu þeirra og gera þá umhverfisvænni á allan hátt. Tímaritið segir framleiðendurna hins vegar ekki ætla að laga alla þættina þrjá heldur horfi þeir til þess að gera einungis eina breytingu í bili á bílunum og því viti þeir ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga.

Forbes bendir á að fyrirtækin hafi gert ýmsar tilraunir og leitað ýmissa leiða til að bæta ökutæki framtíðarinnar. Þeir viti hins vegar ekki nákvæmlega hvernig umhverfisvænni bíla þeir vilji sjá á markaðnum á næstu árum. Þessi hringlandaháttur framleiðendanna hefur þeim hins vegar orðið ærið kostnaðarsamanum og verði bílafyrirtækin að hætta að horfa til markmiðsins heldur einblína frekar á leiðina sem þeir ætli að fara, að mati Forbes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×