Viðskipti innlent

Kaupþing styður Háskólann á Bifröst

MYND/Hari

Menntasjóður Kaupþings banka hyggst styrkja Háskólann á Bifröst um 30 milljónir króna. Frá þessu greindi Ágúst Einarsson, rektor skólans, í ræðu á háskólahátíð í dag.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá skólanum verður helmingi fjárins varið til að standa straum af kostnaði við námskeið í meistaranámi í alþjóðlegum banka- og fjármálafræðum. Hinn helming fjárins á að nota til að ráða erlenda kennara og til rannsókna, útgáfu og ráðstefnuhalds.

Ágúst þakkaði fyrir stuðninginn og sagði mikilvægt að hin öflugu fyrirtæki í landinu styrktu skólana með svipuðum hætti því útrásin og lísfkjörin í landinu byggðust á góðum skólum þar sem framsækið og duglegt fólk gæti sótt sér menntun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×