Björgólfur nýr stjóri hjá Icelandair Group 14. desember 2007 09:49 Björgólfur Jóhannsson. MYND/Anton Brink Björgólfur Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group í stað Jóns Karls Ólafssonar frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Stöð 2 sagði frá þessu í fréttum sínum í gær. Gunnlaugur M. Sigmundsson, formaður stjórnar Icelandair Group, segir að ráðningin sé hluti af skipulagsbreytingum sem ákveðnar voru í haust. Starfi forstjóra hefur verið skipt í tvö störf, annarsvegar að stýra móðurfélaginu og hinsvegar að stýra stærsta dótturfélaginu, Icelandair. „Nú hefur verið ákveðið að fá til félagsins nýjan forstjóra fyrir Icelandair Group, Björgólf Jóhannsson. Björgólfur hefur mikla alþjóðlega stjórnunar- og rekstrarreynslu og við hlökkum til samstarfsins við hann," segir Gunnlaugur. „Jón Karl hefur stýrt Icelandair Group og Icelandair í gegnum miklar umbreytingar á liðnum árum, frá því félagið var hluti af FL Group og þar til nú að það er nú öflugt sjálfstætt fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Með nýjum eigendum að félaginu og nýrri stjórn hafa áherslur breyst og því hefur orðið að samkomulagi að leiðir skilji á þessum tímapunkti. Jóni Karli þökkum við góð störf fyrir fyrirtækið á undanförnum árum," segir Gunnlaugur einnig. Björgólfur Jóhannsson verðandi forstjóri Icelandair Group, segir fyrirtækið vera spennandi og atvinnugreinina vaxandi. „Það starfar á mörgum sviðum alþjóðaflugs, flutninga og ferðaþjónustu. Fyrirtækið er sterkt fjárhagslega og býr yfir frábæru starfsfólki sem verður gaman að kynnast og vinna með að áframhaldandi uppbyggingu." Jón Karl segist hafa starfað að krefjandi og skemmtilegum verkefnum fyrir Icelandair Group og áður Flugleiðir í 25 ár. „Félagið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og vaxið hratt undir minni stjórn á síðustu tveimur árum. Nú eru nýir aðilar komnir að félaginu með breyttar áherslur og þetta er því góður tími til að kveðja. Ég hef átt því láni að fagna að eignast marga góða vini meðal starfsmanna Icelandair Group og þakka þeim sérstaklega fyrir samstarfið." Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group.MYND/GVA Í tilkynningunni kemur einnig fram að Björgólfur Jóhannsson hafi starfað sem forstjóri Icelandic Group frá því í mars 2006. Fram að því eða frá árinu 1999 starfaði hann sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, en áður hafði hann gegnt starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996. Björgólfur var fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1992-1996 en þá hafði hann unnið frá 1980 við endurskoðun á Endurskoðunarskrifstofu Sig. Stefánssonar og Endurskoðun Akureyri hf. Björgólfur hefur verið formaður L.Í.Ú. frá árinu 2003. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983. Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group í stað Jóns Karls Ólafssonar frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Stöð 2 sagði frá þessu í fréttum sínum í gær. Gunnlaugur M. Sigmundsson, formaður stjórnar Icelandair Group, segir að ráðningin sé hluti af skipulagsbreytingum sem ákveðnar voru í haust. Starfi forstjóra hefur verið skipt í tvö störf, annarsvegar að stýra móðurfélaginu og hinsvegar að stýra stærsta dótturfélaginu, Icelandair. „Nú hefur verið ákveðið að fá til félagsins nýjan forstjóra fyrir Icelandair Group, Björgólf Jóhannsson. Björgólfur hefur mikla alþjóðlega stjórnunar- og rekstrarreynslu og við hlökkum til samstarfsins við hann," segir Gunnlaugur. „Jón Karl hefur stýrt Icelandair Group og Icelandair í gegnum miklar umbreytingar á liðnum árum, frá því félagið var hluti af FL Group og þar til nú að það er nú öflugt sjálfstætt fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Með nýjum eigendum að félaginu og nýrri stjórn hafa áherslur breyst og því hefur orðið að samkomulagi að leiðir skilji á þessum tímapunkti. Jóni Karli þökkum við góð störf fyrir fyrirtækið á undanförnum árum," segir Gunnlaugur einnig. Björgólfur Jóhannsson verðandi forstjóri Icelandair Group, segir fyrirtækið vera spennandi og atvinnugreinina vaxandi. „Það starfar á mörgum sviðum alþjóðaflugs, flutninga og ferðaþjónustu. Fyrirtækið er sterkt fjárhagslega og býr yfir frábæru starfsfólki sem verður gaman að kynnast og vinna með að áframhaldandi uppbyggingu." Jón Karl segist hafa starfað að krefjandi og skemmtilegum verkefnum fyrir Icelandair Group og áður Flugleiðir í 25 ár. „Félagið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og vaxið hratt undir minni stjórn á síðustu tveimur árum. Nú eru nýir aðilar komnir að félaginu með breyttar áherslur og þetta er því góður tími til að kveðja. Ég hef átt því láni að fagna að eignast marga góða vini meðal starfsmanna Icelandair Group og þakka þeim sérstaklega fyrir samstarfið." Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group.MYND/GVA Í tilkynningunni kemur einnig fram að Björgólfur Jóhannsson hafi starfað sem forstjóri Icelandic Group frá því í mars 2006. Fram að því eða frá árinu 1999 starfaði hann sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, en áður hafði hann gegnt starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996. Björgólfur var fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1992-1996 en þá hafði hann unnið frá 1980 við endurskoðun á Endurskoðunarskrifstofu Sig. Stefánssonar og Endurskoðun Akureyri hf. Björgólfur hefur verið formaður L.Í.Ú. frá árinu 2003. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983.
Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira