Björgólfur nýr stjóri hjá Icelandair Group 14. desember 2007 09:49 Björgólfur Jóhannsson. MYND/Anton Brink Björgólfur Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group í stað Jóns Karls Ólafssonar frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Stöð 2 sagði frá þessu í fréttum sínum í gær. Gunnlaugur M. Sigmundsson, formaður stjórnar Icelandair Group, segir að ráðningin sé hluti af skipulagsbreytingum sem ákveðnar voru í haust. Starfi forstjóra hefur verið skipt í tvö störf, annarsvegar að stýra móðurfélaginu og hinsvegar að stýra stærsta dótturfélaginu, Icelandair. „Nú hefur verið ákveðið að fá til félagsins nýjan forstjóra fyrir Icelandair Group, Björgólf Jóhannsson. Björgólfur hefur mikla alþjóðlega stjórnunar- og rekstrarreynslu og við hlökkum til samstarfsins við hann," segir Gunnlaugur. „Jón Karl hefur stýrt Icelandair Group og Icelandair í gegnum miklar umbreytingar á liðnum árum, frá því félagið var hluti af FL Group og þar til nú að það er nú öflugt sjálfstætt fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Með nýjum eigendum að félaginu og nýrri stjórn hafa áherslur breyst og því hefur orðið að samkomulagi að leiðir skilji á þessum tímapunkti. Jóni Karli þökkum við góð störf fyrir fyrirtækið á undanförnum árum," segir Gunnlaugur einnig. Björgólfur Jóhannsson verðandi forstjóri Icelandair Group, segir fyrirtækið vera spennandi og atvinnugreinina vaxandi. „Það starfar á mörgum sviðum alþjóðaflugs, flutninga og ferðaþjónustu. Fyrirtækið er sterkt fjárhagslega og býr yfir frábæru starfsfólki sem verður gaman að kynnast og vinna með að áframhaldandi uppbyggingu." Jón Karl segist hafa starfað að krefjandi og skemmtilegum verkefnum fyrir Icelandair Group og áður Flugleiðir í 25 ár. „Félagið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og vaxið hratt undir minni stjórn á síðustu tveimur árum. Nú eru nýir aðilar komnir að félaginu með breyttar áherslur og þetta er því góður tími til að kveðja. Ég hef átt því láni að fagna að eignast marga góða vini meðal starfsmanna Icelandair Group og þakka þeim sérstaklega fyrir samstarfið." Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group.MYND/GVA Í tilkynningunni kemur einnig fram að Björgólfur Jóhannsson hafi starfað sem forstjóri Icelandic Group frá því í mars 2006. Fram að því eða frá árinu 1999 starfaði hann sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, en áður hafði hann gegnt starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996. Björgólfur var fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1992-1996 en þá hafði hann unnið frá 1980 við endurskoðun á Endurskoðunarskrifstofu Sig. Stefánssonar og Endurskoðun Akureyri hf. Björgólfur hefur verið formaður L.Í.Ú. frá árinu 2003. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group í stað Jóns Karls Ólafssonar frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Stöð 2 sagði frá þessu í fréttum sínum í gær. Gunnlaugur M. Sigmundsson, formaður stjórnar Icelandair Group, segir að ráðningin sé hluti af skipulagsbreytingum sem ákveðnar voru í haust. Starfi forstjóra hefur verið skipt í tvö störf, annarsvegar að stýra móðurfélaginu og hinsvegar að stýra stærsta dótturfélaginu, Icelandair. „Nú hefur verið ákveðið að fá til félagsins nýjan forstjóra fyrir Icelandair Group, Björgólf Jóhannsson. Björgólfur hefur mikla alþjóðlega stjórnunar- og rekstrarreynslu og við hlökkum til samstarfsins við hann," segir Gunnlaugur. „Jón Karl hefur stýrt Icelandair Group og Icelandair í gegnum miklar umbreytingar á liðnum árum, frá því félagið var hluti af FL Group og þar til nú að það er nú öflugt sjálfstætt fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Með nýjum eigendum að félaginu og nýrri stjórn hafa áherslur breyst og því hefur orðið að samkomulagi að leiðir skilji á þessum tímapunkti. Jóni Karli þökkum við góð störf fyrir fyrirtækið á undanförnum árum," segir Gunnlaugur einnig. Björgólfur Jóhannsson verðandi forstjóri Icelandair Group, segir fyrirtækið vera spennandi og atvinnugreinina vaxandi. „Það starfar á mörgum sviðum alþjóðaflugs, flutninga og ferðaþjónustu. Fyrirtækið er sterkt fjárhagslega og býr yfir frábæru starfsfólki sem verður gaman að kynnast og vinna með að áframhaldandi uppbyggingu." Jón Karl segist hafa starfað að krefjandi og skemmtilegum verkefnum fyrir Icelandair Group og áður Flugleiðir í 25 ár. „Félagið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og vaxið hratt undir minni stjórn á síðustu tveimur árum. Nú eru nýir aðilar komnir að félaginu með breyttar áherslur og þetta er því góður tími til að kveðja. Ég hef átt því láni að fagna að eignast marga góða vini meðal starfsmanna Icelandair Group og þakka þeim sérstaklega fyrir samstarfið." Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group.MYND/GVA Í tilkynningunni kemur einnig fram að Björgólfur Jóhannsson hafi starfað sem forstjóri Icelandic Group frá því í mars 2006. Fram að því eða frá árinu 1999 starfaði hann sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, en áður hafði hann gegnt starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996. Björgólfur var fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1992-1996 en þá hafði hann unnið frá 1980 við endurskoðun á Endurskoðunarskrifstofu Sig. Stefánssonar og Endurskoðun Akureyri hf. Björgólfur hefur verið formaður L.Í.Ú. frá árinu 2003. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira