Milljón fyrir miða á leik með Cleveland 6. júní 2007 11:48 Miðar á leik með LeBron James og félögum hafa aldrei áður verið svo eftirsóttir NordicPhotos/GettyImages Það er ekki tekið út með sældinni að vera stuðningsmaður Cleveland Cavaliers þessa dagana ef marka má fréttir af miðasölu fyrir heimaleiki liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitum NBA sem hefjast annað kvöld. Dýrustu miðarnir á leikina í Cleveland kosta 940,000 krónur. Cleveland fær að minnsta kosti tvo heimaleiki í einvíginu við San Antonio og fara þeir fram dagana 12. og 14. júní nk. Löngu er uppselt á leikina tvo en hluti þeirra miða sem voru á lausu voru settir í sérstakan lottópott þar sem dregið verður úr hópi rúmlega 20,000 manns sem óskuðu eftir að fá miða. Almennt miðaverð á leiki í úrslitunum er frá 18-940,000 krónum. Shawne Johnson er þrítugur stuðningsmaður Cavaliers og henni þykir miðaverðið full hátt fyrir hinn almenna borgara. "Þetta er eins og útborgun í hús eða bíl - venjulegt fólk hefur ekki efni á að kaupa svo dýra miða," sagði hún vonsvikin og lét sér duga að kaupa Cavaliers bol á 24 dollara og ætlar svo að vona það besta þegar dregið verður í miðalottóinu. Einnig hafa verið útbúnir tilboðspakkar fyrir stuðningsmenn sem geta fengið miða á heimaleiki liðsins í úrslitunum gegn því að fjárfesta í ársmiðum á næsta ári og ekki er óalgengt að slík tilboð hljóði upp á um 2,5 milljónir króna. Nokkuð er um að þeir sem eiga miða á leiki í úrslitunum selji þá á uppboðum og ljóst er að sumir þeirra eiga eftir að græða vænar fúlgur. Einn stuðningsmaður Cleveland var svo óheppinn að kaupa tvo miða fyrir rúmlega 50,000 krónur sem reyndust síðar vera falsaðir. Lögrelgla hafði hendur í hári svindlarans. Fyrsti leikur San Antonio og Cleveland í lokaúrslitum NBA verður á dagskrá annað kvöld klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Sýn líkt og allir leikirnir í einvíginu. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Það er ekki tekið út með sældinni að vera stuðningsmaður Cleveland Cavaliers þessa dagana ef marka má fréttir af miðasölu fyrir heimaleiki liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitum NBA sem hefjast annað kvöld. Dýrustu miðarnir á leikina í Cleveland kosta 940,000 krónur. Cleveland fær að minnsta kosti tvo heimaleiki í einvíginu við San Antonio og fara þeir fram dagana 12. og 14. júní nk. Löngu er uppselt á leikina tvo en hluti þeirra miða sem voru á lausu voru settir í sérstakan lottópott þar sem dregið verður úr hópi rúmlega 20,000 manns sem óskuðu eftir að fá miða. Almennt miðaverð á leiki í úrslitunum er frá 18-940,000 krónum. Shawne Johnson er þrítugur stuðningsmaður Cavaliers og henni þykir miðaverðið full hátt fyrir hinn almenna borgara. "Þetta er eins og útborgun í hús eða bíl - venjulegt fólk hefur ekki efni á að kaupa svo dýra miða," sagði hún vonsvikin og lét sér duga að kaupa Cavaliers bol á 24 dollara og ætlar svo að vona það besta þegar dregið verður í miðalottóinu. Einnig hafa verið útbúnir tilboðspakkar fyrir stuðningsmenn sem geta fengið miða á heimaleiki liðsins í úrslitunum gegn því að fjárfesta í ársmiðum á næsta ári og ekki er óalgengt að slík tilboð hljóði upp á um 2,5 milljónir króna. Nokkuð er um að þeir sem eiga miða á leiki í úrslitunum selji þá á uppboðum og ljóst er að sumir þeirra eiga eftir að græða vænar fúlgur. Einn stuðningsmaður Cleveland var svo óheppinn að kaupa tvo miða fyrir rúmlega 50,000 krónur sem reyndust síðar vera falsaðir. Lögrelgla hafði hendur í hári svindlarans. Fyrsti leikur San Antonio og Cleveland í lokaúrslitum NBA verður á dagskrá annað kvöld klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Sýn líkt og allir leikirnir í einvíginu.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira