Viðskipti erlent

Við pabbi

Í búlgörsku blöðunum, sem við vöruðum sérstaklega við fyrir nokkrum vikum, var greint frá því um síðustu helgi að Actavis ætlaði að standa fyrir sérstökum fjölskyldudegi í heilsugarði fyrirtækisins í Sofíu í Búlgaríu. Sérstaka athygli vekur að dagurinn heitir „Pabbi og ég“ upp á íslensku og er helgaður feðrum og börnum þeirra.

Er tilefnið að gefa bæði feðrum tíma með börnum sínum og mæðrum frí frá fjölskyldunni. Ekki liggur fyrir hvort Actavis né önnur íslensk fyrirtæki hafi tekið upp á sérstökum degi sem þessum hér heima á Fróni. Það væri hins vegar þjóðráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×