Manngerðin endurspeglast í skónum Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. desember 2007 02:15 Hákon Gunnarsson hjá Capacent Hákon skartar hér forláta inniskóm sem hann fékk í S-Afríku fyrir níu árum. Skórnir eru með xhosa-mynstri og fengust í Höfðaborgarhéraði. Markaðurinn/GVA Einhvers staðar stendur að fötin skapi manninn og hluti af þeirri heildarmynd er skótauið. Í heimi fjármála og viðskipta virðast karlar oft sem steyptir í sama mót, jakkaföt, bindi og fínir leðurskór. Væntanlega kemur þetta til af því að hvað eina sem óvenjulegt getur talist í klæðaburði kann að vera til þess fallið að vekja spurningar og manneskjan er líklegri til að treysta einhverjum sem hún líkist. Konur njóta meira frelsis í þessum efnum. Þar er skótauið engin undantekning. Hákon Gunnarsson, partner hjá Capacent, segist ávallt hafa lagt mikið upp úr því að vera vel skóaaður, allt frá því hann lék fótbolta á árum áður. „Ég hef ekki verið pjattaður fyrir tískumerkjum en vil vera vel skóaður. Í seinni tíð hef ég yfirfært þetta á skóna í vinnunni. Núna er ég í Lloyds-skóm, en hef líka keypt skó frá Boss,“ segir hann, en Lloyds-skór eru gjarnan nefndir sem dæmigerðir karlmannsskór viðskiptalífsins. Hákon neitar því ekki að skórnir verði að líta vel út. „En fyrst og fremst snýst þetta um þægilegheitin.“ Til marks um áherslu Hákonar á þægindin er uppáhaldsskófatnaður hans inniskór sem hann fékk í Suður-Afríku árið 1998 og notar enn. „Sandalana nota ég bæði þegar ég fer út á land í vinnu og heima hjá mér. Þetta eru endingarbestu skór sem ég hef átt, en þá fékk ég hjá innfæddum kunningja. Þeir eru hins vegar dálítið langt frá Lloyds-skónum í verði, þannig að verð og notagildi fara ekki alltaf saman.“ Hákon segist samt tæpast geta skotið á hve miklu hann eyði í skó á ári. „Sennilega allt of miklu, en öðru eins eyðir maður í vitleysu.“ Ljóst má hins vegar vera að útgjöld í skófatnað geta orðið nokkur hjá þeim sem mikið leggja upp úr slíku. Þannig getur verð á fínni merkjaskjóm karla hlaupið á bilinu 24 til 37 þúsund krónur fyrir parið og algengt verð á kvenmannsstígvélum er í kringum 30 þúsund krónur. Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri á lögfræðisviði Saga Capital á Akureyri, segist að sama skapi leggja mikið upp úr því að vera vel búin til fótanna, þótt tilefnið ráði miklu um hvaða skótau verði fyrir valinu. Þannig skartar hún stundum mótorkross-vélhjólastígvélum sem lítt henta í viðskiptalífinu. „En almennt skipti ég á milli þess að vera á háhælaskóm og svo MBT-skóm, sem eru hálfgerðir sjúkraskór, gerðir til að styrkja stoðkerfið og fara vel með líkamann. Þeir eru hins vegar ekki mjög töff,“ segir hún og hlær, um leið og hún kveðst reyna að vera sómasamlega til fótanna þegar hún fer „út á meðal fólks“. Þannig hafa háhæluðu skórnir oftar vinninginn. „Það gerist hins vegar ekki að ég noti óþægilega skó,“ segir Helga og kveðst hugsa vel um eigin fætur. Helga Hlín segir hins vegar ljóst að munur sé á aðstöðu kynjanna í viðskiptalífinu hvað skóna varðar. „Karlarnir hafa það tvímælalaust betra upp á það að gera að skótískan er bæði einfaldari og heilsusamlegri en skótíska okkar kvennanna. En við höfum auðvitað valið sjálfar. Svo er fjölbreytnin náttúrlega gríðarleg og áreitið mikið með öllum þessu skóverslunum og auglýsingum. Það er hins vegar ekki mikið skóáreiti á karla. Menn eru bara í sínum venjulegu svörtu Lloyds-skóm, þótt vitanlega finnist stöku tískuáhugamenn,“ segir hún, en bætir um leið við að skórnir séu nokkuð sem lesa megi mikið úr um þann sem í þeim gengur. „Ef fólk er í gömlum og snjáðum skóm í þessum bransa tekur maður því frekar með smáfyrirvara. En ef fólk er í vel snyrtum skóm og vel til haft til fótanna er maður afslappaðri og opnari.“- óká Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Einhvers staðar stendur að fötin skapi manninn og hluti af þeirri heildarmynd er skótauið. Í heimi fjármála og viðskipta virðast karlar oft sem steyptir í sama mót, jakkaföt, bindi og fínir leðurskór. Væntanlega kemur þetta til af því að hvað eina sem óvenjulegt getur talist í klæðaburði kann að vera til þess fallið að vekja spurningar og manneskjan er líklegri til að treysta einhverjum sem hún líkist. Konur njóta meira frelsis í þessum efnum. Þar er skótauið engin undantekning. Hákon Gunnarsson, partner hjá Capacent, segist ávallt hafa lagt mikið upp úr því að vera vel skóaaður, allt frá því hann lék fótbolta á árum áður. „Ég hef ekki verið pjattaður fyrir tískumerkjum en vil vera vel skóaður. Í seinni tíð hef ég yfirfært þetta á skóna í vinnunni. Núna er ég í Lloyds-skóm, en hef líka keypt skó frá Boss,“ segir hann, en Lloyds-skór eru gjarnan nefndir sem dæmigerðir karlmannsskór viðskiptalífsins. Hákon neitar því ekki að skórnir verði að líta vel út. „En fyrst og fremst snýst þetta um þægilegheitin.“ Til marks um áherslu Hákonar á þægindin er uppáhaldsskófatnaður hans inniskór sem hann fékk í Suður-Afríku árið 1998 og notar enn. „Sandalana nota ég bæði þegar ég fer út á land í vinnu og heima hjá mér. Þetta eru endingarbestu skór sem ég hef átt, en þá fékk ég hjá innfæddum kunningja. Þeir eru hins vegar dálítið langt frá Lloyds-skónum í verði, þannig að verð og notagildi fara ekki alltaf saman.“ Hákon segist samt tæpast geta skotið á hve miklu hann eyði í skó á ári. „Sennilega allt of miklu, en öðru eins eyðir maður í vitleysu.“ Ljóst má hins vegar vera að útgjöld í skófatnað geta orðið nokkur hjá þeim sem mikið leggja upp úr slíku. Þannig getur verð á fínni merkjaskjóm karla hlaupið á bilinu 24 til 37 þúsund krónur fyrir parið og algengt verð á kvenmannsstígvélum er í kringum 30 þúsund krónur. Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri á lögfræðisviði Saga Capital á Akureyri, segist að sama skapi leggja mikið upp úr því að vera vel búin til fótanna, þótt tilefnið ráði miklu um hvaða skótau verði fyrir valinu. Þannig skartar hún stundum mótorkross-vélhjólastígvélum sem lítt henta í viðskiptalífinu. „En almennt skipti ég á milli þess að vera á háhælaskóm og svo MBT-skóm, sem eru hálfgerðir sjúkraskór, gerðir til að styrkja stoðkerfið og fara vel með líkamann. Þeir eru hins vegar ekki mjög töff,“ segir hún og hlær, um leið og hún kveðst reyna að vera sómasamlega til fótanna þegar hún fer „út á meðal fólks“. Þannig hafa háhæluðu skórnir oftar vinninginn. „Það gerist hins vegar ekki að ég noti óþægilega skó,“ segir Helga og kveðst hugsa vel um eigin fætur. Helga Hlín segir hins vegar ljóst að munur sé á aðstöðu kynjanna í viðskiptalífinu hvað skóna varðar. „Karlarnir hafa það tvímælalaust betra upp á það að gera að skótískan er bæði einfaldari og heilsusamlegri en skótíska okkar kvennanna. En við höfum auðvitað valið sjálfar. Svo er fjölbreytnin náttúrlega gríðarleg og áreitið mikið með öllum þessu skóverslunum og auglýsingum. Það er hins vegar ekki mikið skóáreiti á karla. Menn eru bara í sínum venjulegu svörtu Lloyds-skóm, þótt vitanlega finnist stöku tískuáhugamenn,“ segir hún, en bætir um leið við að skórnir séu nokkuð sem lesa megi mikið úr um þann sem í þeim gengur. „Ef fólk er í gömlum og snjáðum skóm í þessum bransa tekur maður því frekar með smáfyrirvara. En ef fólk er í vel snyrtum skóm og vel til haft til fótanna er maður afslappaðri og opnari.“- óká
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira