Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Straums

Jim Hill er nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs.
Jim Hill er nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs.

Jim Hill hefur verið skipaður framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Straums. Hann heyrir beint undir William Fall forstjóra og hefur aðsetur í London.

Sæmundur Valdimarsson verður áfram upplýsingatæknistjóri starfseminnar á Íslandi og Pekka Virtanen upplýsingatæknistjóri eQ, en báðir taka þeir einnig við nýjum verkefnum á þessu sviði sem ná til bankans í heild, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Straumi.

„Starfsemi Straums hefur gerbreyst á undanförnum tólf mánuðum, bæði hvað varðar vöruframboð og landfræðileg umsvif, eftir því sem okkur hefur miðað áfram að því marki að verða leiðandi fjárfestingabanki í Mið- og Norður-Evrópu," segir William Fall.

Fall segir að upplýsingatækni sé ein af meginforsendum þess að fyrirtækið geti haldið áfram að færa út starfsemi bankans og stýrt áhættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×