Hagnaður LSE jókst um rúman helming milli ára 9. janúar 2007 09:21 Kauphöll Lundúna í Bretlandi. Mynd/AFP Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Þá námu tekjur markaðarins á fyrstu níu mánuðum síðasta árs 253,2 milljónum punda eða 34,6 milljörðum íslenskra króna sem er 20 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaður jókst á sama tíma um 53 prósent frá fyrra ári. Nasdaq hefur nokkrum sinnum gert yfirtökutilboð í LSE en stjórn markaðarins hefur ætíð fellt það á þeim forsendum að það endurspegli ekki raunverulegt virði hans og sýni framtíðarhorfurnar ekki í réttu ljósi. Stjórn Nasdaq lýsti því hins vegar yfir í gær að framtíðin væri dekkri fyrir LSE en vonir standi til þar sem nýr hlutabréfamarkaður, sem sjö fjárfestingasjóðir standa á bak við, mun verða stofnaður innan skamms í Evrópu. Nasdaq hefur tryggt sér tæplega 29 prósenta hlut í LSE frá miðju síðasta ári og hefur gert hluthöfum tilboð í alla útistandandi hluti. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Markaðurinn hefur ekki í hyggju að hækka það frekar og sagði í gær, að nokkrir stórir hluthafar hefðu þegar samþykkt að ganga að því. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Þá námu tekjur markaðarins á fyrstu níu mánuðum síðasta árs 253,2 milljónum punda eða 34,6 milljörðum íslenskra króna sem er 20 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaður jókst á sama tíma um 53 prósent frá fyrra ári. Nasdaq hefur nokkrum sinnum gert yfirtökutilboð í LSE en stjórn markaðarins hefur ætíð fellt það á þeim forsendum að það endurspegli ekki raunverulegt virði hans og sýni framtíðarhorfurnar ekki í réttu ljósi. Stjórn Nasdaq lýsti því hins vegar yfir í gær að framtíðin væri dekkri fyrir LSE en vonir standi til þar sem nýr hlutabréfamarkaður, sem sjö fjárfestingasjóðir standa á bak við, mun verða stofnaður innan skamms í Evrópu. Nasdaq hefur tryggt sér tæplega 29 prósenta hlut í LSE frá miðju síðasta ári og hefur gert hluthöfum tilboð í alla útistandandi hluti. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Markaðurinn hefur ekki í hyggju að hækka það frekar og sagði í gær, að nokkrir stórir hluthafar hefðu þegar samþykkt að ganga að því.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira