Hagnaður LSE jókst um rúman helming milli ára 9. janúar 2007 09:21 Kauphöll Lundúna í Bretlandi. Mynd/AFP Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Þá námu tekjur markaðarins á fyrstu níu mánuðum síðasta árs 253,2 milljónum punda eða 34,6 milljörðum íslenskra króna sem er 20 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaður jókst á sama tíma um 53 prósent frá fyrra ári. Nasdaq hefur nokkrum sinnum gert yfirtökutilboð í LSE en stjórn markaðarins hefur ætíð fellt það á þeim forsendum að það endurspegli ekki raunverulegt virði hans og sýni framtíðarhorfurnar ekki í réttu ljósi. Stjórn Nasdaq lýsti því hins vegar yfir í gær að framtíðin væri dekkri fyrir LSE en vonir standi til þar sem nýr hlutabréfamarkaður, sem sjö fjárfestingasjóðir standa á bak við, mun verða stofnaður innan skamms í Evrópu. Nasdaq hefur tryggt sér tæplega 29 prósenta hlut í LSE frá miðju síðasta ári og hefur gert hluthöfum tilboð í alla útistandandi hluti. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Markaðurinn hefur ekki í hyggju að hækka það frekar og sagði í gær, að nokkrir stórir hluthafar hefðu þegar samþykkt að ganga að því. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Þá námu tekjur markaðarins á fyrstu níu mánuðum síðasta árs 253,2 milljónum punda eða 34,6 milljörðum íslenskra króna sem er 20 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaður jókst á sama tíma um 53 prósent frá fyrra ári. Nasdaq hefur nokkrum sinnum gert yfirtökutilboð í LSE en stjórn markaðarins hefur ætíð fellt það á þeim forsendum að það endurspegli ekki raunverulegt virði hans og sýni framtíðarhorfurnar ekki í réttu ljósi. Stjórn Nasdaq lýsti því hins vegar yfir í gær að framtíðin væri dekkri fyrir LSE en vonir standi til þar sem nýr hlutabréfamarkaður, sem sjö fjárfestingasjóðir standa á bak við, mun verða stofnaður innan skamms í Evrópu. Nasdaq hefur tryggt sér tæplega 29 prósenta hlut í LSE frá miðju síðasta ári og hefur gert hluthöfum tilboð í alla útistandandi hluti. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Markaðurinn hefur ekki í hyggju að hækka það frekar og sagði í gær, að nokkrir stórir hluthafar hefðu þegar samþykkt að ganga að því.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira