Hagnaður LSE jókst um rúman helming milli ára 9. janúar 2007 09:21 Kauphöll Lundúna í Bretlandi. Mynd/AFP Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Þá námu tekjur markaðarins á fyrstu níu mánuðum síðasta árs 253,2 milljónum punda eða 34,6 milljörðum íslenskra króna sem er 20 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaður jókst á sama tíma um 53 prósent frá fyrra ári. Nasdaq hefur nokkrum sinnum gert yfirtökutilboð í LSE en stjórn markaðarins hefur ætíð fellt það á þeim forsendum að það endurspegli ekki raunverulegt virði hans og sýni framtíðarhorfurnar ekki í réttu ljósi. Stjórn Nasdaq lýsti því hins vegar yfir í gær að framtíðin væri dekkri fyrir LSE en vonir standi til þar sem nýr hlutabréfamarkaður, sem sjö fjárfestingasjóðir standa á bak við, mun verða stofnaður innan skamms í Evrópu. Nasdaq hefur tryggt sér tæplega 29 prósenta hlut í LSE frá miðju síðasta ári og hefur gert hluthöfum tilboð í alla útistandandi hluti. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Markaðurinn hefur ekki í hyggju að hækka það frekar og sagði í gær, að nokkrir stórir hluthafar hefðu þegar samþykkt að ganga að því. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Þá námu tekjur markaðarins á fyrstu níu mánuðum síðasta árs 253,2 milljónum punda eða 34,6 milljörðum íslenskra króna sem er 20 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaður jókst á sama tíma um 53 prósent frá fyrra ári. Nasdaq hefur nokkrum sinnum gert yfirtökutilboð í LSE en stjórn markaðarins hefur ætíð fellt það á þeim forsendum að það endurspegli ekki raunverulegt virði hans og sýni framtíðarhorfurnar ekki í réttu ljósi. Stjórn Nasdaq lýsti því hins vegar yfir í gær að framtíðin væri dekkri fyrir LSE en vonir standi til þar sem nýr hlutabréfamarkaður, sem sjö fjárfestingasjóðir standa á bak við, mun verða stofnaður innan skamms í Evrópu. Nasdaq hefur tryggt sér tæplega 29 prósenta hlut í LSE frá miðju síðasta ári og hefur gert hluthöfum tilboð í alla útistandandi hluti. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Markaðurinn hefur ekki í hyggju að hækka það frekar og sagði í gær, að nokkrir stórir hluthafar hefðu þegar samþykkt að ganga að því.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira