Viðskipti innlent

Eigendaskipti á Apótekinu

Von er á breytingum á Apótekinu
Von er á breytingum á Apótekinu MYND/Hari

Garðar Kjartansson og Gunnar Traustason gengu frá kaupum á rekstri Apóteksins í gær. Þeir munu formlega taka við staðnum þann 16. september næstkomandi. Að sögn Garðars verða miklar breytingar á staðnum og áherslur allt aðrar en hafa verið.

Þeir félagar stefna að því að færa staðinn í nútímahorf en Garðar vildi ekki gefa það upp hvernig staðnum verður breytt né hver markhópurinn verður. Hann sagði Apótekið vera á besta stað miðsvæðis í Reykjavík, að nafnið væri gott en að áherslur verði aðrar.

Garðar hefur áður rekið NASA en seldi þann rekstur í fyrra. Hann rak síðan Þrastarlund en seldi í vor. Gunnar sem rak Maraþon í Kringlunni hefur áður unnið með Garðari í veitingarekstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×