Viðskipti innlent

Breyta

Glitnir útilokar ekki að bankinn leggi í frekari ytri vöxt á síðari hluta árs. Sérstaklega þar sem vel hafi gengið að samþætta starfsemi Landsbankans í Bretlandi.
Glitnir útilokar ekki að bankinn leggi í frekari ytri vöxt á síðari hluta árs. Sérstaklega þar sem vel hafi gengið að samþætta starfsemi Landsbankans í Bretlandi. MYND/Hari

Greining Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Landsbankanum úr 36 krónum á hlut í 39 krónur. Markgengi til sex mánaða er 42 krónur á hlut og stendur óbreytt frá fyrri afkomuspá. Hlutabréf í Landsbankanum standa nú í 40,20 krónum.



Fram kemur í verðmati Glitnis væntingar um hærri þóknanatekjur og meiri útlánavöxt á árinu 2007 hafi mest áhrif til hækkunar. Á móti vegi hins vegar aukinn kostnaður. Greiningardeildin telur að væntingar um gott rekstrarár hafi þegar verið verðlagðar inn í verð hlutabréfa Landsbankans.

Ennfremur segir að Landsbankinn sé vel fjármagnaður um þessar mundir og því sé ekki þörf á að sækja fjármagn á alþjóða skuldabréfamarkað. Sú staða sé mjög sterk í ljósi þess umróts sem nú eigi sér stað á fjármálamörkuðum heimsins.

Þá gaf Landsbankinn út nýtt verðmat á Glitni þar sem bréf í bankanum eru metin á 27,2 krónur á hlut, nokkru lægra en í fyrra verðmati. Segir í Vegvísi Landsbankans að hið lækkaða verðmat skýrist af uppgjöri Glitnis fyrir annan ársfjórðung, sem hafi verið heldur undir væntingum. Bréf í Glitni standa nú í 29,4 krónum á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×