Viðskipti erlent

Óbreyttir vextir vestra

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum frá miðju síðasta ári.
Seðlabanki Bandaríkjanna hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum frá miðju síðasta ári.

Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað í fyrrakvöld að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum þrátt fyrir væringar í bandarísku efnahagslífi.



Greinendur höfðu flestir hverjir gert ráð fyrir þessari niðurstöðu enda hafa vextirnir staðið óhreyfðir í eitt ár og mánuði betur og hafa ekki verið í kyrrstöðu jafn lengi í níu ár. Fréttaveitan Bloom­berg segir Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, standa fast á sínu og ekki ætla að lækka vexti fyrr en verðbólga fari niður á undan. Sérfræðingar hafa verið uggandi um stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum frá því snemma á þessu ári þegar íbúðalánamarkaðurinn vestra varð fyrir miklum þrengingum. Bankar og aðrar fjármálastofnanir tóku hins vegar á sig samdráttinn en nokkur fyrirtækjanna hafa lýst yfir gjaldþroti og önnur berjast í bökkum. Fyrirtækin virkuðu hins vegar líkt og stuðpúðar því áhrifanna af íbúðalánamarkaðnum gætti aðeins lítillega á fjármálamarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×