Innlent

Karamelluþjófar gripnir eftir innbrot í Bauluna

Baula í Stafholtstungum
Baula í Stafholtstungum

Brotist var inn í Bauluna í Stafholtstungum í nótt. Þjófarnir brutu upp hurð með öryggisgleri en höfðu lítið upp úr krafsinu. Einn karamellupoka.

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns í dag. Þjófarnir sem voru hettuklæddir sáust á öryggismyndavélum í versluninni.

Það var síðan Blönduóslögreglan sem stöðvaði þjófanna þar sem þeir voru að henda karamellum út um glugga á bíl sínum.

„Sem betur fer eru flestir þessara þjófa með svo lítið á milli eyrnanna að þeir hafa ekki getu til að hugsa af viti. Verst er að þeir eyðileggja svo mikið," sagði Kristberg Jónsson eigandi verslunarinnar í samtali við Skessuhorn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×