Viðskipti innlent

Krefjast ógildingar

Stofnfjáreigandi í Sparisjóði Skagfirðinga krefst þess að atkvæðagreiðsla stofnfundar verði ógilt.
Stofnfjáreigandi í Sparisjóði Skagfirðinga krefst þess að atkvæðagreiðsla stofnfundar verði ógilt.

Fjármálaeftirlitinu hefur verið send kæra vegna ólögmætrar atkvæðaskrár á fundi Sparisjóðs Skagfirðinga. Kærandi er Bjarni Jónsson, sem fer með stofnbréf fyrir hönd eignarhaldsfélagsins Fræðaveitunnar.

Stofnfjáreigendur samþykktu á mánudagskvöld að sameina ætti Sparisjóð Skagfirðinga og Sparisjóð Siglufjarðar. Mikill hiti var á fundinum en 36 stofnfjáreigendur, sem ráða 2.649 atkvæðum, samþykktu sameininguna. Sextíu fundarmenn, sem ráða yfir 760 atkvæðum, voru hins vegar á móti.

Bjarni Jónsson krefst þess í kærunni að fundurinn verði úrskurðaður ólöglegur, og atkvæðagreiðslan þar með ógilt. -






Fleiri fréttir

Sjá meira


×