Viðskipti innlent

Magnús Kristinsson kaupir af sjálfum sér fyrir 4 milljarða

Fjárfestingarfélagið Gnúpur hefur selt rúmlega 4,6 milljón hluti í Kaupþingi til Smáeyjar ehf. en andvirði viðskiptanna nemur tæpum 4 milljörðum kr.

Smáey ehf er í eigu Magnúsar Kristinssonar en hann á einnig annan stærsta hlutinn í Gnúpi eða 43,7%. Félög í eigu Kristins Björnssonar og fjölskyldu eiga einnig 43,7% í Gnúpi.

Fyrir viðskiptin átti Gnúpur 5,32% í Kaupþingi en eftir þau er eignin 4,74%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×