Viðskipti innlent

Actavis kemur að lyfi í BNA

Actavis hefur hafið sölu á þvagfæralyfinu Finasteride í Bandaríkjunum eftir að hafa fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar, FDA. Finasteride er notað við góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli.

Í tilkynningu Actavis kemur fram að Finasteride sé sjötta samheitalyfið sem félagið markaðssetji í Bandaríkjunum á þessu ári, en ætlunin sé að koma með 18 til 20 lyf á markaðinn í ár.

Actavis er í hópi fimm samheitalyfjafyrirtækja sem hafa markaðssett lyfið en einkaleyfið rann út í júní í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×