Viðskipti innlent

Sól kaupir Emmessís

Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri Sólar og Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Auðhumlu.
Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri Sólar og Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Auðhumlu.

Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Auðhumlu svf., móðurfélags Mjólkursamsölunnar og Sólar ehf. um kaup þess síðarnefnda á Emmessís hf. Fram kemur í tilkynningu að samkomulag hafi verið undirritað með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Kaupverð er sagt trúnaðarmál.

Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sólar, fagnar kaupunum á Emmessís, einu þekktasta vörumerki landsins. „Vörurnar eru framleiddar úr hreinum, íslenskum landbúnaðarafurðum sem eiga góða samleið með þeirri vöru sem Sól framleiðir í dag,“ er eftir honum haft. Rekstur ísgerðarinnar verður áfram að Bitruhálsi 1, en stefnt er að sameiningu félaganna í lok ársins. Fyrirtækjaráðgjöf SPRON sá um sölu félagsins og verðbréfafyrirtækið Arev fjármagnaði kaupin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×