Viðskipti innlent

Risasamruni á Ítalíu

Alessandro Profumo, bankastjóri Unicredit, Cesare Geronzi, stjórnarformaður Capitalia, og  Dieter Rampl, stjórnarformaður þýska bankans HypoVereinsbank, innsigla viðskiptin á sunnudag.
Alessandro Profumo, bankastjóri Unicredit, Cesare Geronzi, stjórnarformaður Capitalia, og Dieter Rampl, stjórnarformaður þýska bankans HypoVereinsbank, innsigla viðskiptin á sunnudag. MYND/AFP

Stjórn ítalska bankans Unicredit greindi frá því um helgina að samningar hefðu náðst um kaup á ítalska bankanum Capitalia. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar beggja banka eiga þó eftir að samþykkja viðskiptin.

Með kaupunum verður til stærsti banki á evrusvæðinu að markaðsvirði, sem nemur rúmum 100 milljörðum evra, jafnvirði 8.554 milljarða íslenskra króna. Þá verður hann næst stærsti banki Evrópu á eftir HBSC.

Unicredit og Capitali reka 9.200 útibú víða um heim og hafa rúma 40 milljónir viðskiptavina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×