Viðskipti innlent

Eyrir hagnaðist um 2,2 milljarða

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, er ánægður með afkoma fyrri hluta ársins.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, er ánægður með afkoma fyrri hluta ársins. MYND/GVA

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um 2,2 milljarða eftir skatt á fyrri hluta ársins 2007 en tilkynning þess efnis barst Kauphöllinni í dag. Í tilkynningunni kemur fram að eigið fé félagsins hafi aukist um 65% frá áramótum vegan góðs hagnaðar og hlutafjáraukningar.

"Afkoma Eyris Invest á fyrri hluta ársins er góð. Árið hefur einkennst af

miklum breytingum í kjölfestueignum okkar, Marel Food Systems og Össuri, og hefur markast af yfirtökum og samþættingarvinnu í rekstri. Samþættingarvinna sem er nú þegar komin vel af stað innan félaganna mun auka raunvirði þeirra umtalsvert á komandi árum," segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, í tilkynningunni en hann er stærsti hlutahfi félagsins ásamt föður sínum Þórði Magnússyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×