OECD beitir sér gegn mútumálum 24. janúar 2007 03:15 Ríkisstjórnir verða að standa saman gegn spillingu og mútuþægni. Þetta kom fram á ráðstefnu OECD um spillingu og mútuþægni í París í síðustu viku. José Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóri OECD, sagði á ráðstefnunni að aðildarríki stofnunarinnar yrðu að leggja mikla áherslu á stefnu sína gagnvart mútum og spillingu af hverju tagi sem til væri. Hann benti hins vegar á að hann væri þakklátur fyrir að aðildarríkin berðust af hörku gegn óhæfu sem þessari, sem sýndi fram á viðhorf þeirra til þessa mikilvæga málaflokks. Mál bresku samstæðunnar BAE Systems var rætt á fundinum en í því eru stjórnendur samstæðunnar sakaðir um að hafa stofnað mútusjóð til að liðka fyrir sölu á hergögnum til stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Viðskiptin eru í stærri kantinum og nema verðmæti þeirra 10 milljörðum breskra punda, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna. Efnahagsbrotadeild breska ríkisins hefur haft málið til rannsóknar síðan seint á síðasta ári en niðurstaða liggur ekki fyrir í því. Á ráðstefnu OECD kom fram að mútusjóðir sem þessir væru litnir hornauga og ættu stjórnvöld ekki að að réttlæta gjörðir fyrirtækja sem leggi stund á slíkt með nokkru móti. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ríkisstjórnir verða að standa saman gegn spillingu og mútuþægni. Þetta kom fram á ráðstefnu OECD um spillingu og mútuþægni í París í síðustu viku. José Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóri OECD, sagði á ráðstefnunni að aðildarríki stofnunarinnar yrðu að leggja mikla áherslu á stefnu sína gagnvart mútum og spillingu af hverju tagi sem til væri. Hann benti hins vegar á að hann væri þakklátur fyrir að aðildarríkin berðust af hörku gegn óhæfu sem þessari, sem sýndi fram á viðhorf þeirra til þessa mikilvæga málaflokks. Mál bresku samstæðunnar BAE Systems var rætt á fundinum en í því eru stjórnendur samstæðunnar sakaðir um að hafa stofnað mútusjóð til að liðka fyrir sölu á hergögnum til stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Viðskiptin eru í stærri kantinum og nema verðmæti þeirra 10 milljörðum breskra punda, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna. Efnahagsbrotadeild breska ríkisins hefur haft málið til rannsóknar síðan seint á síðasta ári en niðurstaða liggur ekki fyrir í því. Á ráðstefnu OECD kom fram að mútusjóðir sem þessir væru litnir hornauga og ættu stjórnvöld ekki að að réttlæta gjörðir fyrirtækja sem leggi stund á slíkt með nokkru móti.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira