Viðskipti innlent

Gjaldeyrir skilaði mestu 2006

Innlendir gjaldeyrisreikningar skiluðu hæstri nafnávöxtun innlánsreikninga á síðasta ári samkvæmt Viðskiptablaði Morgunblaðsins. Gengislækkun krónunnar var mikil í fyrra, öfugt við árið 2005 þegar neikvæð nafnávöxtun varð á gjaldeyrisreikningum. Hæsta nafnávöxtunin var á reikningum í sterlingspundum, rúm 33 prósent, en reikningar í sænskum krónum gáfu um 32 prósenta ávöxtun. Nafnávöxtun á verðtryggðum lífeyrisreikningum hjá bönkunum var á bilinu 11,79-12,19 prósent sem var töluverð hækkun frá fyrra ári. Verðtryggðir lífeyrisreikningar hjá Netbankanum skiluðu hæstri ávöxtun þessara reikninga. Fram kemur að nafnávöxtun af innlánsreikningum bankanna hafi verið á bilinu 3,18-12,19 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×