Viðskipti innlent

Formlegt boð komið fram

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson
Árni Oddur Þórðarson
Lagt hefur verið fram formlegt yfirtökutilboð London Aquisition í allt hlutafé Stork N.V. í Hollandi. Að félaginu standa breski fjárfestingasjóðurinn Candover, auk Eyris Invest með 15 prósent og Landsbankans með 10 prósenta hlut.

Tilboðið, sem birt var á föstudag, hljóðar upp á 48,4 evrur á hlut.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels, býst við að yfirtakan gangi vel. „Yfir 80 prósent hluthafa eru búin að samþykkja þetta og við sjáum ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að þetta klárist,“ segir hann. Stork hefur boðað til hluthafafundar 4. janúar til að kynna tilboðið.

Árni Oddur segir söluna á Food Systems-hluta Stork til Marels ekki hafa áhrif á yfirtökuna, en sá samruni er meðal annars háður samþykki samkeppnis­yfirvalda. „Yfirtakan er ekki háð Food-hlutanum, en Food-salan er tengd yfirtökunni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×