Viðskipti innlent

Verulega hægir á fasteignasölu

Óli Kristján Ármannsson skrifar
„Kaupsamningar í þessari viku voru aðeins 142 talsins og hefur ekki verið skrifað undir færri kaupsamninga í einni viku frá því í lok janúar,“ segir í Vegvísi Landsbanka Íslands um þróunina á fasteignamarkaði.

Um leið kemur fram að þó nokkrar sveiflur séu í fjölda frágenginna kaupsamninga. Þess vegna segir greiningardeild Landsbankans að gagnlegt kunni að vera að skoða fjögurra vikna hlaupandi meðaltal samninga, en sú stærð se komin undir meðaltal síðustu þriggja ára í fyrsta sinn síðan í febrúar.

„Veltan í vikunni nam 5,1 milljarði króna en hún hefur ekki verið svo lág í tæpa fjóra mánuði,“ segir í Vegvísi og telur tölurnar gefa vísbendingu um „að mögulega sé loks farið að hægja á fasteignamarkaði“.

Fasteignamat ríkisins birtir vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag í næstu viku. Sama dag verður kynnt stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands á aukavaxtaákvörðunardegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×