Viðskipti innlent

Mæla með sænskum bréfum

Fjárfestum er ráðlagt að líta til Svíþjóðar í nýrri samantekt Greiningar Glitnis í Svíþjóð. Telur hún að sænsk hlutabréf séu undiverðlögð sem stendur og mælir með því að fjárfestar bæti við sig bréfum í nokkrum völdum félögum.

Aðalvísitala sænsku kauphallarinnar hækkaði um 38 prósent í fyrra. Þrátt fyrir mikla hækkun eru mikil kauptækifæri sögð hafa skapast í ýmsum félögum.

Sænska úrvalsvísitalan stendur nú í 410 stigum. Greining Glitnis í Svíþjóð er með tólf mánaða markgengi upp á 450 stig. Það er tíu prósenta vænt hækkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×