Milestone tekur stöðu í Carnegie 3. október 2007 09:59 Fjárfestingafyrirtækið Milestone, í eigu þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, hefur fjárfest grimmt í sænska bankanum Carnegie og er nú stærsti hluthafi bankans með 9,7% hlut. Að sögn danska blaðsins Börsen hefur Milestone greitt um 7,4 milljarða skr. fyrir hlutinn eða um 74 milljarða kr. Glitnir hefur einnig keypt hluti í bankanum og á nú 1,8 milljón hluti. Töluverð umræða hefur orðið um Carnegie bankann í norrænum fjármálatíðindum síðustu daga í kjölfar þess að sænska fjármálaeftirlitið sektaði bankann um 50 milljónir skr. og krafðist þess að forstjórinn og stjórnin segðu af sér í heilu lagi. Í umfjöllun Hálf fimm frétta Kaupþings banka um málið segir að í ljós hafi komið að félagið hafði eignfært valréttarsamninga á árunum 2005-2007 of hátt sem leiddi til þess að aukagreiðslur til starfsmanna urðu hærri en ella. Og fleiri sektir eru í farvatninu. Þannig segir í frétt á MSNBC.com að Carnegie geti átt yfir höfði sér allt 630 milljón skr. sekt í kjölfar rannsóknar sænska fjármálaeftirlitsins á vafasömum viðskiptum stjórnar bankans. Carengie-hneykslið hefur þegar kostað tvo háttsetta menn innan sænska stjórnkerfisins störf sín. Karin Forseke, fyrrum forstjóri Carnegie, sagði af sér sem sérstakur ráðgjafi sænsku einkavæðingarnefndarinnar á mánudaginn. Og í dag er greint frá því að Urban Funered, fyrrum starfsmaður bankans, hafi sagt af sér sem ritari Mats Odell viðskiptaráðherra Svíþjóðar. Mats Odell hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki gripið inn í Carnegie-hneykslið fyrr og mun þurfa að gera grein fyrir máli sínu í sérstökum fyrirspurnartíma á sænska þinginu á morgunn. Í Hálf fimm fréttum segir m.a. að með kaupum Milestone, í gegnum fjármálafyrirtækið sitt Invik, eru íslenskir fjárfestar orðnir stærstu hluthafarnir í Carnegie á nýjan leik en Landsbankinn átti þar tæpan fimmtungshlut um hríð sem hann seldi með tíu milljarða króna gengishagnaði á vordögum 2006. "Invik er ekki eitt um það að vera áhugasamt um Carnegie því norski fjárfestingarbankinn ABG Sundal Collier tilkynnti í gær að hann hefði eignast um 5,42% hlut í Carnegie. Þá sópaði Glitnir upp 1,8 milljónum hluta í Carnegie fyrir helgi, nærri tveggja prósenta hlut, að sögn Reuters. Óvíst er hvort Glitnir hafi verið að kaupa bréfin fyrir sjálfan sig eða þriðja aðila, til dæmis Invik," segir í Hálf fimm fréttum. "Carnegie er meðal fárra útvaldra fjárfestingarbanka sem hafa fengið það vel launaða verkefni að liðsinna sænskum stjórnvöldum við einkavæðingu ríkisfyrirtækja og eignarhluta í eigu ríkisins að því er fram kemur í Financial Times. Bankinn hefur aðstoðað ríkið við að sölu á átta prósenta hlut í TeliaSonera og er eini ráðgjafinn á 6,6% hlut þess í OMX-kauphallarsamstæðunni. Hins vegar gæti ráðgjöf Carnegie varðandi sölu á fasteignalánabankanum SBAB verið í uppnámi en viðskiptaráðherrann Mats Odell hefur til skoðunar að leysa bankann frá verkefninu." Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Fjárfestingafyrirtækið Milestone, í eigu þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, hefur fjárfest grimmt í sænska bankanum Carnegie og er nú stærsti hluthafi bankans með 9,7% hlut. Að sögn danska blaðsins Börsen hefur Milestone greitt um 7,4 milljarða skr. fyrir hlutinn eða um 74 milljarða kr. Glitnir hefur einnig keypt hluti í bankanum og á nú 1,8 milljón hluti. Töluverð umræða hefur orðið um Carnegie bankann í norrænum fjármálatíðindum síðustu daga í kjölfar þess að sænska fjármálaeftirlitið sektaði bankann um 50 milljónir skr. og krafðist þess að forstjórinn og stjórnin segðu af sér í heilu lagi. Í umfjöllun Hálf fimm frétta Kaupþings banka um málið segir að í ljós hafi komið að félagið hafði eignfært valréttarsamninga á árunum 2005-2007 of hátt sem leiddi til þess að aukagreiðslur til starfsmanna urðu hærri en ella. Og fleiri sektir eru í farvatninu. Þannig segir í frétt á MSNBC.com að Carnegie geti átt yfir höfði sér allt 630 milljón skr. sekt í kjölfar rannsóknar sænska fjármálaeftirlitsins á vafasömum viðskiptum stjórnar bankans. Carengie-hneykslið hefur þegar kostað tvo háttsetta menn innan sænska stjórnkerfisins störf sín. Karin Forseke, fyrrum forstjóri Carnegie, sagði af sér sem sérstakur ráðgjafi sænsku einkavæðingarnefndarinnar á mánudaginn. Og í dag er greint frá því að Urban Funered, fyrrum starfsmaður bankans, hafi sagt af sér sem ritari Mats Odell viðskiptaráðherra Svíþjóðar. Mats Odell hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki gripið inn í Carnegie-hneykslið fyrr og mun þurfa að gera grein fyrir máli sínu í sérstökum fyrirspurnartíma á sænska þinginu á morgunn. Í Hálf fimm fréttum segir m.a. að með kaupum Milestone, í gegnum fjármálafyrirtækið sitt Invik, eru íslenskir fjárfestar orðnir stærstu hluthafarnir í Carnegie á nýjan leik en Landsbankinn átti þar tæpan fimmtungshlut um hríð sem hann seldi með tíu milljarða króna gengishagnaði á vordögum 2006. "Invik er ekki eitt um það að vera áhugasamt um Carnegie því norski fjárfestingarbankinn ABG Sundal Collier tilkynnti í gær að hann hefði eignast um 5,42% hlut í Carnegie. Þá sópaði Glitnir upp 1,8 milljónum hluta í Carnegie fyrir helgi, nærri tveggja prósenta hlut, að sögn Reuters. Óvíst er hvort Glitnir hafi verið að kaupa bréfin fyrir sjálfan sig eða þriðja aðila, til dæmis Invik," segir í Hálf fimm fréttum. "Carnegie er meðal fárra útvaldra fjárfestingarbanka sem hafa fengið það vel launaða verkefni að liðsinna sænskum stjórnvöldum við einkavæðingu ríkisfyrirtækja og eignarhluta í eigu ríkisins að því er fram kemur í Financial Times. Bankinn hefur aðstoðað ríkið við að sölu á átta prósenta hlut í TeliaSonera og er eini ráðgjafinn á 6,6% hlut þess í OMX-kauphallarsamstæðunni. Hins vegar gæti ráðgjöf Carnegie varðandi sölu á fasteignalánabankanum SBAB verið í uppnámi en viðskiptaráðherrann Mats Odell hefur til skoðunar að leysa bankann frá verkefninu."
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira