Rúmlega helmingur tekna bankanna erlendis frá 23. október 2007 16:27 Um 54 prósent tekna íslensku viðskiptabankanna á fyrri hluta ársins kom erlendis frá samkvæmt hálfs árs uppgjöri þeirra. Þá mátti rekja 45 prósent heildareigna bankanna til erlendra dótturfélaga og um helmingur starfsmanna bankanna starfaði í útlöndum. Frá þessu er greint á vef Fjármálaeftirlitsins og bent á þessi auknu umsvif íslenskra fjármálafyrirtækja hafi töluverð áhrif á starfsemi Fjármálaeftirlitsins og ljóst sé að umsvif íslenskra fjármálafyrirtækja erlendis hafi vaxið enn frekar á þessu ári. Bent er á að útrás bankanna innan EES byggist á starfsleyfum frá Fjármálaeftirlitinu og evrópskar eftirlitsstofnanir treysti þannig á skilvirkni og sjálfstæði íslenska eftirlitsaðilans. Þegar um útrás til landa utan EES er að ræða þurfa fyrirtækin yfirleitt að sækja um sérstakt leyfi hjá eftirlitsaðila í viðkomandi ríki. Engu að síður leita erlendir eftirlitsaðilar nær undantekningarlaust eftir upplýsingum hjá Fjármálaeftirlitinu um starfsemi og framferði viðkomandi fyrirtækja á Íslandi.Þá segir á vef Fjármálaeftirlitsins að íslensk fjármálafyrirtæki hafi tilkynnt eftirlitinu um 56 starfseiningar í 21 landi en þær voru 26 í tólf löndum í árslok 2005. Hefur starfseiningum fyrirtækjanna þannig fjölgað um helming á innan við tveimur árum. Þá eru fleiri erlendar starfseiningar í burðarliðnum. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið sinnir vegna aukinna umsvifa íslenskra fjármálafyrirtækja er að heimsækja útibú þeirra í útlöndum og taka þau út á tveggja ára fresti og þá verður fundað reglulega með eftirlitsstofnunum í þeim ríkjum þar sem íslensk fyrirtæki eru með umsvif. Þá stefnir FME að gerð samstarfssamninga við eftirlitsaðila í ríkjum utan EES í takt við aukna útrás íslenskra fjármálafyrirtækja inn á nýja markaði. Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Um 54 prósent tekna íslensku viðskiptabankanna á fyrri hluta ársins kom erlendis frá samkvæmt hálfs árs uppgjöri þeirra. Þá mátti rekja 45 prósent heildareigna bankanna til erlendra dótturfélaga og um helmingur starfsmanna bankanna starfaði í útlöndum. Frá þessu er greint á vef Fjármálaeftirlitsins og bent á þessi auknu umsvif íslenskra fjármálafyrirtækja hafi töluverð áhrif á starfsemi Fjármálaeftirlitsins og ljóst sé að umsvif íslenskra fjármálafyrirtækja erlendis hafi vaxið enn frekar á þessu ári. Bent er á að útrás bankanna innan EES byggist á starfsleyfum frá Fjármálaeftirlitinu og evrópskar eftirlitsstofnanir treysti þannig á skilvirkni og sjálfstæði íslenska eftirlitsaðilans. Þegar um útrás til landa utan EES er að ræða þurfa fyrirtækin yfirleitt að sækja um sérstakt leyfi hjá eftirlitsaðila í viðkomandi ríki. Engu að síður leita erlendir eftirlitsaðilar nær undantekningarlaust eftir upplýsingum hjá Fjármálaeftirlitinu um starfsemi og framferði viðkomandi fyrirtækja á Íslandi.Þá segir á vef Fjármálaeftirlitsins að íslensk fjármálafyrirtæki hafi tilkynnt eftirlitinu um 56 starfseiningar í 21 landi en þær voru 26 í tólf löndum í árslok 2005. Hefur starfseiningum fyrirtækjanna þannig fjölgað um helming á innan við tveimur árum. Þá eru fleiri erlendar starfseiningar í burðarliðnum. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið sinnir vegna aukinna umsvifa íslenskra fjármálafyrirtækja er að heimsækja útibú þeirra í útlöndum og taka þau út á tveggja ára fresti og þá verður fundað reglulega með eftirlitsstofnunum í þeim ríkjum þar sem íslensk fyrirtæki eru með umsvif. Þá stefnir FME að gerð samstarfssamninga við eftirlitsaðila í ríkjum utan EES í takt við aukna útrás íslenskra fjármálafyrirtækja inn á nýja markaði.
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur