Viðskipti innlent

Bakkavör er stærsti vinnuveitandinn

Bakkavör Group er stærsti vinnuveitandi landsins en hjá fyrirtækinu vinna nú tæplega 16.000 manns. Flestir starfsmennirnir vinna á vegum fyrirtækisins erlendis. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Frjálsrar verslunnar af bókinni "300 stærstu".

Næst í röðinni á eftir Bakkavör er Actavis Group en hjá því fyrirtæki vinna um 10.600 manns. Eins og hjá Bakkavör er um erlenda starfsmenn að ræða að stærstum hluta. Þriðji stærsti vinnuveitandinn er svo Icelandic Group með rúmlega 4.600 starfsmenn.

Stærsti vinnuveitandinn þar sem meirihluti starfsmanna er íslenskur er Landspítali-Háskólasjúkrahús með 3.866 starfsmenn og er spítalinn jafnframt fjórði stærsti vinnuveitandi landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×