Orðræða um orkumál (2) Þorkell Helgason skrifar 26. október 2007 00:01 Þetta er annar pistillinn í röð þriggja um hugtök í orkumálum á líðandi stund. Tilgangur pistlanna er að auðvelda hnitmiðaða umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Markaðsvæðing – einkavæðingÞessum hugtökum er einatt ruglað saman. Það fyrirkomulag, að aðgreina starfsemi á orkusviði í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur og skapa þannig skilyrði fyrir samkeppni þar sem það getur hentað, hefur hér á landi verið kallað markaðsvæðing. Á útlensku er þetta gjarnan nefnt „afreglun“ (deregúlering) sem er að vissu leyti rangnefni þar sem einmitt þarf að setja laga- og regluverk til að koma fyrirkomulaginu á. Einkavæðing er það þegar orkufyrirtæki í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, er selt að hluta eða að öllu leyti til einkaaðila. Eins og fyrr segir hefur markaðsvæðing raforkugeirans rutt sér til rúms víða um lönd á seinustu árum en einkavæðing hefur verið í öðrum takti. Norðmenn voru í forystusveit um markaðsvæðinguna en lítið hefur verið um einkavæðingu í raforkugeiranum þar í landi. Þannig eru enn nær fjórir fimmtu af raforkuframleiðslu Norðmanna í opinberri eigu, enda þótt um samkeppnisrekstur sé að ræða. Í Bretlandi, sem reið líka á vaðið með markaðsvæðinguna, hefur allmikið verið einkavætt. Einkavæðing hefði þó efalaust orðið í Bretlandi á dögum frú Thatcher hvort sem greint hefði verið á milli sérleyfis- og samkeppnisrekstrar eða ekki. Það er reyndar allvíða sem orkufyrirtækin eru einkarekin án þess að markaðsvæðingu hafi verið komið á. Þá er allur raforkugeirinn rekinn sem ígildi sérleyfisstarfsemi og að jafnaði háður verðlagseftirliti. Munurinn á markaðsvæðingu og einkavæðingu skýrist kannski með því að huga að olíusölu hér á landi. Á tímabili á fyrri hluta síðustu aldar var ríkisrekstur á olíusölu en hann síðan einkavæddur. Á hinn bóginn má deila um hvort olíuverslunin var markaðsvædd fyrr en undir lok aldarinnar, þar sem því var stýrt að ofan hvaðan mátti kaupa olíuvörur og allt verðlag var háð stjórnvöldum. Samfélagslegur rekstur – einkareksturVíðast hvar í grannlöndum okkar í Evrópu hefur raforkugeirinn (auk hitaveitnanna hér) verið í samfélagslegri eigu, þ.e.a.s. í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Í Danmörku hefur verið litið á raforkufyrirtækin sem e.k. sameignarfélög neytenda. Í Bandaríkjunum hafa þessi fyrirtæki – eins og önnur í þeim heimshluta – að mestu verið í einkaeigu. Eins og fyrr segir hefur nokkur þróun verið í áttina til einkarekstrar, líka í Evrópu, enda þótt flest fyrirtækin og um leið þau stærstu séu enn í opinberri eigu. Á Norðurlöndum virðist samhljómur um að flutningsfyrirtækin, háspennukerfisreksturinn, eigi að vera í ríkiseigu, en að einkaeign og einkarekstur geti einkum haslað sér völl í samkeppnisþáttunum, framleiðslunni og sölunni. Í dreifiveituþættinum er allur gangur á því hvort einkaaðilar koma við sögu eða opinberir einvörðungu, en þó er opinberi geirinn, einkum sveitarfélög, enn stærsti eigandinn. Hér á landi hefur til skamms tíma nær öll starfsemi í raforkugeiranum og í hitaveiturekstri verið á opinberri hendi. Undantekningin byrjaði með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja sl. vetur eins og fjallað hefur verið um í fréttum. Í tengslum við áform stjórnvalda um fullan aðskilnað sérleyfis- og samkeppnisrekstrar hefur verið rætt um að setja í lög að sérleyfisreksturinn, Landsnetið, dreifiveiturnar og hitaveiturnar skuli vera a.m.k. í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Ekki mun ætlunin að setja því neinar lagalegar skorður að samkeppnisreksturinn, raforkuver og raforkusala, geti verið í einkarekstri, enda er ekki svo í gildandi lögum.Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þetta er annar pistillinn í röð þriggja um hugtök í orkumálum á líðandi stund. Tilgangur pistlanna er að auðvelda hnitmiðaða umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Markaðsvæðing – einkavæðingÞessum hugtökum er einatt ruglað saman. Það fyrirkomulag, að aðgreina starfsemi á orkusviði í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur og skapa þannig skilyrði fyrir samkeppni þar sem það getur hentað, hefur hér á landi verið kallað markaðsvæðing. Á útlensku er þetta gjarnan nefnt „afreglun“ (deregúlering) sem er að vissu leyti rangnefni þar sem einmitt þarf að setja laga- og regluverk til að koma fyrirkomulaginu á. Einkavæðing er það þegar orkufyrirtæki í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, er selt að hluta eða að öllu leyti til einkaaðila. Eins og fyrr segir hefur markaðsvæðing raforkugeirans rutt sér til rúms víða um lönd á seinustu árum en einkavæðing hefur verið í öðrum takti. Norðmenn voru í forystusveit um markaðsvæðinguna en lítið hefur verið um einkavæðingu í raforkugeiranum þar í landi. Þannig eru enn nær fjórir fimmtu af raforkuframleiðslu Norðmanna í opinberri eigu, enda þótt um samkeppnisrekstur sé að ræða. Í Bretlandi, sem reið líka á vaðið með markaðsvæðinguna, hefur allmikið verið einkavætt. Einkavæðing hefði þó efalaust orðið í Bretlandi á dögum frú Thatcher hvort sem greint hefði verið á milli sérleyfis- og samkeppnisrekstrar eða ekki. Það er reyndar allvíða sem orkufyrirtækin eru einkarekin án þess að markaðsvæðingu hafi verið komið á. Þá er allur raforkugeirinn rekinn sem ígildi sérleyfisstarfsemi og að jafnaði háður verðlagseftirliti. Munurinn á markaðsvæðingu og einkavæðingu skýrist kannski með því að huga að olíusölu hér á landi. Á tímabili á fyrri hluta síðustu aldar var ríkisrekstur á olíusölu en hann síðan einkavæddur. Á hinn bóginn má deila um hvort olíuverslunin var markaðsvædd fyrr en undir lok aldarinnar, þar sem því var stýrt að ofan hvaðan mátti kaupa olíuvörur og allt verðlag var háð stjórnvöldum. Samfélagslegur rekstur – einkareksturVíðast hvar í grannlöndum okkar í Evrópu hefur raforkugeirinn (auk hitaveitnanna hér) verið í samfélagslegri eigu, þ.e.a.s. í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Í Danmörku hefur verið litið á raforkufyrirtækin sem e.k. sameignarfélög neytenda. Í Bandaríkjunum hafa þessi fyrirtæki – eins og önnur í þeim heimshluta – að mestu verið í einkaeigu. Eins og fyrr segir hefur nokkur þróun verið í áttina til einkarekstrar, líka í Evrópu, enda þótt flest fyrirtækin og um leið þau stærstu séu enn í opinberri eigu. Á Norðurlöndum virðist samhljómur um að flutningsfyrirtækin, háspennukerfisreksturinn, eigi að vera í ríkiseigu, en að einkaeign og einkarekstur geti einkum haslað sér völl í samkeppnisþáttunum, framleiðslunni og sölunni. Í dreifiveituþættinum er allur gangur á því hvort einkaaðilar koma við sögu eða opinberir einvörðungu, en þó er opinberi geirinn, einkum sveitarfélög, enn stærsti eigandinn. Hér á landi hefur til skamms tíma nær öll starfsemi í raforkugeiranum og í hitaveiturekstri verið á opinberri hendi. Undantekningin byrjaði með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja sl. vetur eins og fjallað hefur verið um í fréttum. Í tengslum við áform stjórnvalda um fullan aðskilnað sérleyfis- og samkeppnisrekstrar hefur verið rætt um að setja í lög að sérleyfisreksturinn, Landsnetið, dreifiveiturnar og hitaveiturnar skuli vera a.m.k. í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Ekki mun ætlunin að setja því neinar lagalegar skorður að samkeppnisreksturinn, raforkuver og raforkusala, geti verið í einkarekstri, enda er ekki svo í gildandi lögum.Höfundur er orkumálastjóri.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun