Orðræða um orkumál (1) 24. október 2007 00:01 Orkumálin hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Eins og gengur er ýmis misskilningur á ferðinni og ekki síst skilgreiningar á reiki. Í þessum greinarstúf og öðrum næstu daga verður fjallað um hugtök í orkumálum í því skyni að stuðla að samstilltri umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Með raforkulögum frá 2003 var starfsemi á sviði raforkumála skipt í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur. Þetta er í samræmi við þróun víðast hvar á Vesturlöndum sem hnykkt var á með tilskipun frá Evrópusambandinu og Íslendingum bar að færa í lög. Framleiðsla rafmagns og sala þess til neytenda er skilgreind sem samkeppnisrekstur, enda hefur neytandinn val um af hverjum hann kaupir sjálft rafmagnið. Háspennulínur og dreifikerfi sem þarf til að koma rafmagninu frá virkjun til endanlegra viðtakenda er sérleyfisstarfsemi enda ekki hagkvæmt að efna til samkeppni með mörgum lagnakerfum. Samkeppni – sérleyfiHver raforkunotandi er því bundinn af viðskiptum við dreifiveitu á sínu svæði sem sér um að skila rafmagninu í hús en hefur val um það af hverjum hann kaupir orkuna. Enn er það svo að flestir kaupa rafmagnið af sama fyrirtækinu og annast dreifingu á svæði viðkomandi. Verðlagning á raforkunni sjálfri og þá um leið á sölustarfseminni er frjáls en um sérleyfisstarfsemina gilda stífar reglur, og eftirlit með framfylgd þeirra er í höndum Orkustofnunar. Krafist er bókhaldslegs aðskilnaðar á samkeppnis- og sérleyfisrekstri þannig að reitum sé ekki ruglað saman. Nú er um það rætt að ganga lengra og krefjast aðskilnaðar fyrirtækja þannig að sérleyfisfyrirtæki megi ekki hafa neina samkeppnisstarfsemi með höndum. Tilgangurinn er sá að gera samkeppnina virkari. Hitaveitur hafa sérleyfi til sinnar starfsemi hver á sínu svæði, að undanskyldum litlum veitum sem oftast eru í eigu notendanna sjálfra (bændaveitur). Lög um starfsemi hitaveitna eru gömul og fyrirkomulag á verðlagningu þessarar sérleyfisstarfssemi er ómarkvisst. Á döfinni er að setja almenn lög um hitaveitustarfsemi og skilgreina hana sem sérleyfisrekstur. Viss vandi er á ferðinni þegar jarðvarma er aflað jöfnum höndum til þess knýja raforkuver (sem er samkeppnisrekstur) og til vatnsöflunar til hitaveitna (sérleyfisrekstur), eins og gert er með hagkvæmum hætti á Nesjavöllum og í Svartsengi. Á þessu er þó tekið í raforkulögum, en skerpa þarf ákvæðið í væntanlegum hitaveitulögum. Stórnotendur – almennir notendurStórnotendur, álverin og nokkrir aðrir, fá rafmagn afhent með öðrum hætti en almennir notendur. Meginmunurinn er sá að stórnotendur taka við rafmagninu beint út af háspennukerfinu á meðan hinir taka við því lágspenntu út úr dreifikerfinu. Stórnotendurnir þurfa því sjálfir að sjá um spennubreytinguna o.fl. Lög mæla fyrir um hverjir geta fallið undir stórnotendaflokkinn og er þá miðað við lágmarksafl og samfellu í notkun. Minnstu stórnotendurnir nú nota 100 MW afl og er það nýtt til fulls lungann úr árinu á meðan stærstu almennu notendurnir nýta mest um 3 MW afl hver en með afar breytilegu álagi. Hvor notendahópurinn um sig á að standa undir sínum hluta flutningskostnaðarins. Á þessu var hert með raforkulögunum frá 2003 og Orkustofnun uppálagt að hafa gát á. Hitt er annað mál að vissum félagslegum kostnaði við háspennukerfið er lögum samkvæmt jafnað á milli allra almennra notenda á meðan stórnotendur taka ekki þátt í henni, nema þá innbyrðis í sínum hópi. Þessi félagslega jöfnun kemur fram í því að sama gjald er fyrir flutning á rafmagni eftir línum Landsnets til almennra notenda hvar sem er á landinu. Aftur á móti getur dreifikostnaðurinn verið breytilegur eftir búsetu, enda eru dreifiveiturnar hver með sín rekstrarskilyrði. Ríkissjóður tekur þó á sig nokkurn hluta af dreifingarkostnaðinum á dreifbýlissvæðum með niðurgreiðslum. Þessi lögbundni aðskilnaður í stórnotendur og almenna notendur á aðeins við um sérleyfisstarfsemina. Raforkuframleiðendunum er í sjálfsvald sett hvernig þeir verðleggja rafmagnið til hinna ýmsu notenda og þá eru skilin á milli stórra og smárra notenda með ýmsum hætti. Hafa verður í huga að samkeppnin um stórnotendur er á alþjóðavettvangi, en íslensku raforkuframleiðendurnir falbjóða væntanlega ekki orku sína nema fá fyrir hana viðunandi verð. Það er hlutverk Samkeppniseftirlits að gæta að því að réttar leikreglur séu í heiðri hafðar.Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Orkumálin hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Eins og gengur er ýmis misskilningur á ferðinni og ekki síst skilgreiningar á reiki. Í þessum greinarstúf og öðrum næstu daga verður fjallað um hugtök í orkumálum í því skyni að stuðla að samstilltri umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Með raforkulögum frá 2003 var starfsemi á sviði raforkumála skipt í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur. Þetta er í samræmi við þróun víðast hvar á Vesturlöndum sem hnykkt var á með tilskipun frá Evrópusambandinu og Íslendingum bar að færa í lög. Framleiðsla rafmagns og sala þess til neytenda er skilgreind sem samkeppnisrekstur, enda hefur neytandinn val um af hverjum hann kaupir sjálft rafmagnið. Háspennulínur og dreifikerfi sem þarf til að koma rafmagninu frá virkjun til endanlegra viðtakenda er sérleyfisstarfsemi enda ekki hagkvæmt að efna til samkeppni með mörgum lagnakerfum. Samkeppni – sérleyfiHver raforkunotandi er því bundinn af viðskiptum við dreifiveitu á sínu svæði sem sér um að skila rafmagninu í hús en hefur val um það af hverjum hann kaupir orkuna. Enn er það svo að flestir kaupa rafmagnið af sama fyrirtækinu og annast dreifingu á svæði viðkomandi. Verðlagning á raforkunni sjálfri og þá um leið á sölustarfseminni er frjáls en um sérleyfisstarfsemina gilda stífar reglur, og eftirlit með framfylgd þeirra er í höndum Orkustofnunar. Krafist er bókhaldslegs aðskilnaðar á samkeppnis- og sérleyfisrekstri þannig að reitum sé ekki ruglað saman. Nú er um það rætt að ganga lengra og krefjast aðskilnaðar fyrirtækja þannig að sérleyfisfyrirtæki megi ekki hafa neina samkeppnisstarfsemi með höndum. Tilgangurinn er sá að gera samkeppnina virkari. Hitaveitur hafa sérleyfi til sinnar starfsemi hver á sínu svæði, að undanskyldum litlum veitum sem oftast eru í eigu notendanna sjálfra (bændaveitur). Lög um starfsemi hitaveitna eru gömul og fyrirkomulag á verðlagningu þessarar sérleyfisstarfssemi er ómarkvisst. Á döfinni er að setja almenn lög um hitaveitustarfsemi og skilgreina hana sem sérleyfisrekstur. Viss vandi er á ferðinni þegar jarðvarma er aflað jöfnum höndum til þess knýja raforkuver (sem er samkeppnisrekstur) og til vatnsöflunar til hitaveitna (sérleyfisrekstur), eins og gert er með hagkvæmum hætti á Nesjavöllum og í Svartsengi. Á þessu er þó tekið í raforkulögum, en skerpa þarf ákvæðið í væntanlegum hitaveitulögum. Stórnotendur – almennir notendurStórnotendur, álverin og nokkrir aðrir, fá rafmagn afhent með öðrum hætti en almennir notendur. Meginmunurinn er sá að stórnotendur taka við rafmagninu beint út af háspennukerfinu á meðan hinir taka við því lágspenntu út úr dreifikerfinu. Stórnotendurnir þurfa því sjálfir að sjá um spennubreytinguna o.fl. Lög mæla fyrir um hverjir geta fallið undir stórnotendaflokkinn og er þá miðað við lágmarksafl og samfellu í notkun. Minnstu stórnotendurnir nú nota 100 MW afl og er það nýtt til fulls lungann úr árinu á meðan stærstu almennu notendurnir nýta mest um 3 MW afl hver en með afar breytilegu álagi. Hvor notendahópurinn um sig á að standa undir sínum hluta flutningskostnaðarins. Á þessu var hert með raforkulögunum frá 2003 og Orkustofnun uppálagt að hafa gát á. Hitt er annað mál að vissum félagslegum kostnaði við háspennukerfið er lögum samkvæmt jafnað á milli allra almennra notenda á meðan stórnotendur taka ekki þátt í henni, nema þá innbyrðis í sínum hópi. Þessi félagslega jöfnun kemur fram í því að sama gjald er fyrir flutning á rafmagni eftir línum Landsnets til almennra notenda hvar sem er á landinu. Aftur á móti getur dreifikostnaðurinn verið breytilegur eftir búsetu, enda eru dreifiveiturnar hver með sín rekstrarskilyrði. Ríkissjóður tekur þó á sig nokkurn hluta af dreifingarkostnaðinum á dreifbýlissvæðum með niðurgreiðslum. Þessi lögbundni aðskilnaður í stórnotendur og almenna notendur á aðeins við um sérleyfisstarfsemina. Raforkuframleiðendunum er í sjálfsvald sett hvernig þeir verðleggja rafmagnið til hinna ýmsu notenda og þá eru skilin á milli stórra og smárra notenda með ýmsum hætti. Hafa verður í huga að samkeppnin um stórnotendur er á alþjóðavettvangi, en íslensku raforkuframleiðendurnir falbjóða væntanlega ekki orku sína nema fá fyrir hana viðunandi verð. Það er hlutverk Samkeppniseftirlits að gæta að því að réttar leikreglur séu í heiðri hafðar.Höfundur er orkumálastjóri.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun