Viðskipti innlent

Þrír sjóðir með helminginn

Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir, LSR, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóður, áttu um helming af heildareignum lífeyrissjóðanna í árslok 2006 samkvæmt könnun Landssamtaka lífeyrissjóða.

Heildareignir lífeyrissjóðakerfisins námu 1.500 milljörðum króna um síðustu áramót og höfðu aukist um 23 prósent á milli ára. Samanlagt áttu þrír stærstu sjóðirnir 738 milljarða króna.

Tíu stærstu sjóðirnir áttu 1.227 milljarða króna sem svaraði til 82 prósenta af heildareignum lífeyrissjóðakerfisins. Um mitt þetta ár voru hreinar eignir lífeyrissjóða komnar í 1.622 milljarða króna sem var um níu prósenta aukning frá ársbyrjun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×