Samkeppni flutt út á land með ljósleiðara 17. ágúst 2007 00:01 Ljósleiðari var lagður um landið í lok níunda áratugarins, og tók NATO þátt í kostnaðinum í skiptum fyrir afnot af þremur ljósleiðarapörum af átta. Bandbreidd í ljósleiðarakerfi Símans sem losnar í kjölfar yfirtöku ríkisins á rekstri Ratsjárstofnunar gæti orðið til þess að samkeppni í fjarskiptum á landsbyggðinni aukist. Vodafone og Síminn eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa áhuga á að nýta bandbreiddina. Þegar ljósleiðari var lagður um landið fyrir tæpum tuttugu árum var gerður samningur á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að NATO fengi þrjú af átta pörum ljósleiðarans til einkanota fyrir Ratsjárstofnun. Í staðinn tók NATO þátt í kostnaði við uppbyggingu ljósleiðarakerfisins alls, og greiddi um 120 milljónir á ári fyrir rekstur og viðhald þeirra þriggja para sem Ratsjárstofnun notaði. Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu Símans frá árinu 2005. Hin fimm ljósleiðarapörin eru í eigu Símans, sem leigir afnot af þeim til annarra fjarskiptafyrirtækja. Íslensk stjórnvöld tóku við rekstri Ratsjárstofnunar í fyrradag, og þar með kostnaðinum sem NATO hafði greitt hingað til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að mögulegt væri að opna fyrir nýtingu annarra á ljósleiðaranum, og þannig dreifa kostnaði við rekstur hans á fleiri en Ratsjárstofnun. Gagnaflutningsgeta innanlands gæti aukist um allt að sextíu prósent, sagði hún. Ekki hefur verið ákveðið hvort og hvernig ríkið mun standa að útdeilingu bandbreiddar í sínum hluta kerfisins. Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að nýta þau þrjú ljósleiðarapör sem Ratsjárstofnun hefur notað. Verðmæti séu fólgin í aukinni bandbreidd, sem gæti opnað fyrir aukna þjónustu við landsbyggðina. „Ef ríkið stendur að þessu með réttum hætti þá ætti þetta að opna fyrir enn frekari samkeppni á landsbyggðinni," segir hann. Linda Björk Waage, forstöðumaður almannatengsla hjá Símanum, segir forsvarsmenn Símans í viðræðum við ríkið um ljósleiðarapörin þrjú en ekkert sé hægt að segja um næstu skref. „Það verður bara að koma í ljós hvað ríkið ætlar sér með þessa þræði." Tækni Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Bandbreidd í ljósleiðarakerfi Símans sem losnar í kjölfar yfirtöku ríkisins á rekstri Ratsjárstofnunar gæti orðið til þess að samkeppni í fjarskiptum á landsbyggðinni aukist. Vodafone og Síminn eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa áhuga á að nýta bandbreiddina. Þegar ljósleiðari var lagður um landið fyrir tæpum tuttugu árum var gerður samningur á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að NATO fengi þrjú af átta pörum ljósleiðarans til einkanota fyrir Ratsjárstofnun. Í staðinn tók NATO þátt í kostnaði við uppbyggingu ljósleiðarakerfisins alls, og greiddi um 120 milljónir á ári fyrir rekstur og viðhald þeirra þriggja para sem Ratsjárstofnun notaði. Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu Símans frá árinu 2005. Hin fimm ljósleiðarapörin eru í eigu Símans, sem leigir afnot af þeim til annarra fjarskiptafyrirtækja. Íslensk stjórnvöld tóku við rekstri Ratsjárstofnunar í fyrradag, og þar með kostnaðinum sem NATO hafði greitt hingað til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að mögulegt væri að opna fyrir nýtingu annarra á ljósleiðaranum, og þannig dreifa kostnaði við rekstur hans á fleiri en Ratsjárstofnun. Gagnaflutningsgeta innanlands gæti aukist um allt að sextíu prósent, sagði hún. Ekki hefur verið ákveðið hvort og hvernig ríkið mun standa að útdeilingu bandbreiddar í sínum hluta kerfisins. Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að nýta þau þrjú ljósleiðarapör sem Ratsjárstofnun hefur notað. Verðmæti séu fólgin í aukinni bandbreidd, sem gæti opnað fyrir aukna þjónustu við landsbyggðina. „Ef ríkið stendur að þessu með réttum hætti þá ætti þetta að opna fyrir enn frekari samkeppni á landsbyggðinni," segir hann. Linda Björk Waage, forstöðumaður almannatengsla hjá Símanum, segir forsvarsmenn Símans í viðræðum við ríkið um ljósleiðarapörin þrjú en ekkert sé hægt að segja um næstu skref. „Það verður bara að koma í ljós hvað ríkið ætlar sér með þessa þræði."
Tækni Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira