Samkeppni flutt út á land með ljósleiðara 17. ágúst 2007 00:01 Ljósleiðari var lagður um landið í lok níunda áratugarins, og tók NATO þátt í kostnaðinum í skiptum fyrir afnot af þremur ljósleiðarapörum af átta. Bandbreidd í ljósleiðarakerfi Símans sem losnar í kjölfar yfirtöku ríkisins á rekstri Ratsjárstofnunar gæti orðið til þess að samkeppni í fjarskiptum á landsbyggðinni aukist. Vodafone og Síminn eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa áhuga á að nýta bandbreiddina. Þegar ljósleiðari var lagður um landið fyrir tæpum tuttugu árum var gerður samningur á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að NATO fengi þrjú af átta pörum ljósleiðarans til einkanota fyrir Ratsjárstofnun. Í staðinn tók NATO þátt í kostnaði við uppbyggingu ljósleiðarakerfisins alls, og greiddi um 120 milljónir á ári fyrir rekstur og viðhald þeirra þriggja para sem Ratsjárstofnun notaði. Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu Símans frá árinu 2005. Hin fimm ljósleiðarapörin eru í eigu Símans, sem leigir afnot af þeim til annarra fjarskiptafyrirtækja. Íslensk stjórnvöld tóku við rekstri Ratsjárstofnunar í fyrradag, og þar með kostnaðinum sem NATO hafði greitt hingað til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að mögulegt væri að opna fyrir nýtingu annarra á ljósleiðaranum, og þannig dreifa kostnaði við rekstur hans á fleiri en Ratsjárstofnun. Gagnaflutningsgeta innanlands gæti aukist um allt að sextíu prósent, sagði hún. Ekki hefur verið ákveðið hvort og hvernig ríkið mun standa að útdeilingu bandbreiddar í sínum hluta kerfisins. Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að nýta þau þrjú ljósleiðarapör sem Ratsjárstofnun hefur notað. Verðmæti séu fólgin í aukinni bandbreidd, sem gæti opnað fyrir aukna þjónustu við landsbyggðina. „Ef ríkið stendur að þessu með réttum hætti þá ætti þetta að opna fyrir enn frekari samkeppni á landsbyggðinni," segir hann. Linda Björk Waage, forstöðumaður almannatengsla hjá Símanum, segir forsvarsmenn Símans í viðræðum við ríkið um ljósleiðarapörin þrjú en ekkert sé hægt að segja um næstu skref. „Það verður bara að koma í ljós hvað ríkið ætlar sér með þessa þræði." Tækni Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Bandbreidd í ljósleiðarakerfi Símans sem losnar í kjölfar yfirtöku ríkisins á rekstri Ratsjárstofnunar gæti orðið til þess að samkeppni í fjarskiptum á landsbyggðinni aukist. Vodafone og Síminn eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa áhuga á að nýta bandbreiddina. Þegar ljósleiðari var lagður um landið fyrir tæpum tuttugu árum var gerður samningur á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að NATO fengi þrjú af átta pörum ljósleiðarans til einkanota fyrir Ratsjárstofnun. Í staðinn tók NATO þátt í kostnaði við uppbyggingu ljósleiðarakerfisins alls, og greiddi um 120 milljónir á ári fyrir rekstur og viðhald þeirra þriggja para sem Ratsjárstofnun notaði. Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu Símans frá árinu 2005. Hin fimm ljósleiðarapörin eru í eigu Símans, sem leigir afnot af þeim til annarra fjarskiptafyrirtækja. Íslensk stjórnvöld tóku við rekstri Ratsjárstofnunar í fyrradag, og þar með kostnaðinum sem NATO hafði greitt hingað til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að mögulegt væri að opna fyrir nýtingu annarra á ljósleiðaranum, og þannig dreifa kostnaði við rekstur hans á fleiri en Ratsjárstofnun. Gagnaflutningsgeta innanlands gæti aukist um allt að sextíu prósent, sagði hún. Ekki hefur verið ákveðið hvort og hvernig ríkið mun standa að útdeilingu bandbreiddar í sínum hluta kerfisins. Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að nýta þau þrjú ljósleiðarapör sem Ratsjárstofnun hefur notað. Verðmæti séu fólgin í aukinni bandbreidd, sem gæti opnað fyrir aukna þjónustu við landsbyggðina. „Ef ríkið stendur að þessu með réttum hætti þá ætti þetta að opna fyrir enn frekari samkeppni á landsbyggðinni," segir hann. Linda Björk Waage, forstöðumaður almannatengsla hjá Símanum, segir forsvarsmenn Símans í viðræðum við ríkið um ljósleiðarapörin þrjú en ekkert sé hægt að segja um næstu skref. „Það verður bara að koma í ljós hvað ríkið ætlar sér með þessa þræði."
Tækni Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira