Viðskipti innlent

Hagnast um 2,2 milljarða króna

Eyrir Invest hagnaðist um 2,2 milljarða króna á fyrri hluta árs. Eignir í Marel Food Systems, Össuri og hollensku samsteypunni Stork NV eru kjöflestufjárfestingar félagsins.
Eyrir Invest hagnaðist um 2,2 milljarða króna á fyrri hluta árs. Eignir í Marel Food Systems, Össuri og hollensku samsteypunni Stork NV eru kjöflestufjárfestingar félagsins.

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 2,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tap upp á 978 milljónir króna á sama tíma fyrir ári.

Eigið fé Eyris nam rúmum 15,3 milljörðum króna í lok júní en var rétt tæpir 12 milljarðar króna í upphafi árs. Það jafngildir 18 prósenta ávöxtun á sex mánaða tímabili. Eiginfjárhlutfall nemur 44 prósentum. Eyrir jók hlutafé á tímabilinu um 1.177 milljónir króna.

Heildareignir Eyris voru tæpir 34,9 milljarðar króna í lok júní en það er þrjátíu prósenta aukning frá ársbyrjun.

Stærstu eignirnar eru í Marel Food Systems og stoðtækjafyrirtækinu Össuri en það á auk þess fjörutíu prósenta hlut í LME eignarhaldsfélagi ásamt Landsbankanum og Marel sem heldur utan um fjórðungshlut í hollensku iðnsamstæðunni Stork NV. Félagið lítur á eignina í Stork sem kjölfestufjárfestingu líkt og eignir þess í hinum félögunum tveimur, að því er fram kemur í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×