Viðskipti innlent

Áfengisgjald rýrnar

Rauðvínshillur ÁTVR
Rauðvínshillur ÁTVR

Áfengisgjald af sterku áfengi hefur rýrnað um þrettán prósent að raunvirði frá síðustu breytingu á áfengisgjaldi árið 2004, samkvæmt frétt á vefsíðu fjármálaráðuneytisins.

Fram kemur í frétt ráðuneytisins að samkvæmt lögum um áfengi og tóbak frá árinu 1995, sé áfengisgjald lagt á hvern sentilítra af vínanda í hverjum lítra hins áfenga drykkjar umfram 2,25 sentilítra. Af bjór er áfengisgjaldið 58,7 krónur, af léttvíni 52,8 krónur en 70,78 af sterku áfengi.

Áfengisgjaldi af léttu víni og bjór var síðast breytt árið 1998. Síðan þá hefur vísitala neysluverð hækkað úr 183,6 í 273 stig, og áfengisgjald af léttu víni og bjór því rýrnað um þriðjung að raunvirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×