Allar ferðir hefjast með einu skrefi 18. júlí 2007 05:30 Aðalsteinn Leifsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti í gær Shimon Peres, nýkjörinn forseta Ísraels, á ferð sinni um Ísrael, palestínsku sjálfstjórnarsvæðin og Jórdaníu. Peres (þá utanríkisráðherra) fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1994 ásamt Yasser Arafat og Yitzhak Rabin fyrir árangursríkar friðarumleitanir sem ólu af sér svokallað Oslóarsamkomulag – tímamótasamkomulag sem gaf von um varanlegan frið, en rann út í sandinn vegna heitstrenginga og vítahrings ofbeldisverka. Erfitt er að ímynda sér deilu sem er jafn hatrömm, erfið og margslungin og deila Ísraela og Palestínumanna. Þess vegna er lærdómsríkt að skoða þá samningatækni sem Peres, Arafat og Rabin beittu í aðdraganda Oslóarsamkomulagsins – því ef þessir herramenn gátu komist að samkomulagi þá eiga allir að geta það! ForsamkomulagStundum eru deilur einstaklinga og fyrirtækja svo djúpstæðar, flókar og tilfinningaríkar að þær virðast allt að því óyfirstíganlegar. Listin við að leysa þær er að ætla sér ekki um of í upphafi – að stefna ekki að stórkostlegri og endanlegri heildarlausn. Gillespie og Bazerman (sjá m.a. Negotiation Journal apríl 1998) setja fram samningatækni sem byggist á því að deiluaðilar hefja viðræður sem fyrirsjáanlegt er að verði erfiðar með því að gera forsamkomulag (e. Pre-settlement settlement). Forsamkomulagið er formlegt þar sem það er skriflegt og felur í sér bindandi skuldbindingar, það er tímabundinn undanfari þar sem því er ætlað að víkja fyrir endanlegu samkomulagi og það er takmarkað þar sem það tekur ekki til allra þeirra atriða sem semja þarf um.Hagnýt skref til árangursPeres, Arafat og Rabin gerðu sér engar grillur um að þeir gætu sest niður og leyst erfið ágreiningsefni eins og landamæri sjálfstæðs ríkis Palestínumanna, framtíðarfyrirkomulag á herteknu svæðunum eða skiptingu Jerúsalem. Hins vegar gátu þeir samið um að Ísraelar myndu frelsa kvenfanga og hörfa frá Hebron á sama tíma og Palestínumenn framseldu hryðjuverkamenn og drægju úr hermætti. Þannig gætu þeir lagt grunninn að viðræðum um framtíðarlausn. Þeir skrifuðu undir formlegan samning með bindandi skuldbindingum um takmörkuð atriði sem ætlað var að mynda grunn fyrir viðræður um endanlegt samkomulag. Ekkert kjaftshögg og engin svikEin útfærsla á forsamkomulagi er að samningsaðilar gera samkomulag um að skaða ekki skilgreinda grundvallarhagsmuni hvors annars innan ákveðins tímaramma meðan samið er um endanlega niðurstöðu. Hægt er að gera forsamkomulag skilyrt þannig að t.a.m. þegar gert er samkomulag við endursöluaðila þá fari þóknun til að byrja með eftir söluárangri en endanlegt samkomulag verði gert innan ákveðins tíma. Einnig er hægt að brúa bilið milli andstæðra hagsmuna með því að gera t.d. samkomulag milli byggingaraðila og nágranna um að jarðvegsframkvæmdir geti hafist en byggingin verði ekki yfir skilgreindri hæð – með það fyrir augum að ná endanlegu samkomulagi um framkvæmdirnar innan skilgreinds tíma. Útfærslurnar eru margar en það er skynsamlegt að velta fyrir sér forsamkomulagi ef a) það er fræðilega mögulegt að ná framtíðarsamkomulagi, b) forsamkomulag er skárra en ekkert samkomulag og c) það er ekki mögulegt að ná framtíðarsamkomulagi eins og sakir standa. Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og kennari í samningatækni. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti í gær Shimon Peres, nýkjörinn forseta Ísraels, á ferð sinni um Ísrael, palestínsku sjálfstjórnarsvæðin og Jórdaníu. Peres (þá utanríkisráðherra) fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1994 ásamt Yasser Arafat og Yitzhak Rabin fyrir árangursríkar friðarumleitanir sem ólu af sér svokallað Oslóarsamkomulag – tímamótasamkomulag sem gaf von um varanlegan frið, en rann út í sandinn vegna heitstrenginga og vítahrings ofbeldisverka. Erfitt er að ímynda sér deilu sem er jafn hatrömm, erfið og margslungin og deila Ísraela og Palestínumanna. Þess vegna er lærdómsríkt að skoða þá samningatækni sem Peres, Arafat og Rabin beittu í aðdraganda Oslóarsamkomulagsins – því ef þessir herramenn gátu komist að samkomulagi þá eiga allir að geta það! ForsamkomulagStundum eru deilur einstaklinga og fyrirtækja svo djúpstæðar, flókar og tilfinningaríkar að þær virðast allt að því óyfirstíganlegar. Listin við að leysa þær er að ætla sér ekki um of í upphafi – að stefna ekki að stórkostlegri og endanlegri heildarlausn. Gillespie og Bazerman (sjá m.a. Negotiation Journal apríl 1998) setja fram samningatækni sem byggist á því að deiluaðilar hefja viðræður sem fyrirsjáanlegt er að verði erfiðar með því að gera forsamkomulag (e. Pre-settlement settlement). Forsamkomulagið er formlegt þar sem það er skriflegt og felur í sér bindandi skuldbindingar, það er tímabundinn undanfari þar sem því er ætlað að víkja fyrir endanlegu samkomulagi og það er takmarkað þar sem það tekur ekki til allra þeirra atriða sem semja þarf um.Hagnýt skref til árangursPeres, Arafat og Rabin gerðu sér engar grillur um að þeir gætu sest niður og leyst erfið ágreiningsefni eins og landamæri sjálfstæðs ríkis Palestínumanna, framtíðarfyrirkomulag á herteknu svæðunum eða skiptingu Jerúsalem. Hins vegar gátu þeir samið um að Ísraelar myndu frelsa kvenfanga og hörfa frá Hebron á sama tíma og Palestínumenn framseldu hryðjuverkamenn og drægju úr hermætti. Þannig gætu þeir lagt grunninn að viðræðum um framtíðarlausn. Þeir skrifuðu undir formlegan samning með bindandi skuldbindingum um takmörkuð atriði sem ætlað var að mynda grunn fyrir viðræður um endanlegt samkomulag. Ekkert kjaftshögg og engin svikEin útfærsla á forsamkomulagi er að samningsaðilar gera samkomulag um að skaða ekki skilgreinda grundvallarhagsmuni hvors annars innan ákveðins tímaramma meðan samið er um endanlega niðurstöðu. Hægt er að gera forsamkomulag skilyrt þannig að t.a.m. þegar gert er samkomulag við endursöluaðila þá fari þóknun til að byrja með eftir söluárangri en endanlegt samkomulag verði gert innan ákveðins tíma. Einnig er hægt að brúa bilið milli andstæðra hagsmuna með því að gera t.d. samkomulag milli byggingaraðila og nágranna um að jarðvegsframkvæmdir geti hafist en byggingin verði ekki yfir skilgreindri hæð – með það fyrir augum að ná endanlegu samkomulagi um framkvæmdirnar innan skilgreinds tíma. Útfærslurnar eru margar en það er skynsamlegt að velta fyrir sér forsamkomulagi ef a) það er fræðilega mögulegt að ná framtíðarsamkomulagi, b) forsamkomulag er skárra en ekkert samkomulag og c) það er ekki mögulegt að ná framtíðarsamkomulagi eins og sakir standa. Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og kennari í samningatækni.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira