Viðskipti innlent

Tvíhliða skráningu Eik lokið

Marners Jacobsen,forstjóri Eik Banka og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar íslensku, handsala skráningu Eik Banka á hlutabréfamarkað hér.
Marners Jacobsen,forstjóri Eik Banka og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar íslensku, handsala skráningu Eik Banka á hlutabréfamarkað hér.

Hinn færeyski Eik banki var í gærmorgun frumskráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Skráningin fór fram í Þórshöfn við hátíðlega athöfn.

Viðskipti í Eik banka fóru nokkuð fjörlega af stað. Útboðsgengi bréfa í félaginu var 575 danskar krónur, en við lok markaðar stóðu bréfin í 735 dönskum krónum. Veltan nam alls réttum 120 milljónum íslenskra króna í 118 viðskiptum.

Eik banki er annar færeyski bankinn sem skráður er í Kauphöll Íslands á árinu, en Föroya Bank var skráður á markað að loknu almennu hlutafjárútboði fyrir rúmum tveimur vikum. Alls eru nú þrjú færeysk félög í kauphöllinni, en olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum reið á vaðið í fyrrasumar.

Marner Jacobsen, forstjóri Eik banka, hefur sagt söguleg tengsl þjóðanna tveggja auk mikilvægis þess að bankinn sé sýnilegur fjölmörgum íslenskum hluthöfum, hafa ráðið mestu um að ákveðið var að skrá Eik í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×