Fjörutíu prósenta forskot 11. júlí 2007 01:30 Úrvalsvísitalan hefur hækkað um hátt í fjörutíu prósent á árinu. Félög hér á landi eru flest minni og í miklum vexti, meðan burðarfélög erlendra vísitalna eru mörg hver rótgróin og hreyfast lítið. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Jón Skaftason skrifar,Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um tæplega þrjátíu og sex prósent það sem af er ári og hefur hækkað meira en úrvalsvísitölur í öllum samanburðarlöndum. Næstbesta ávöxtun hefur hin þýska DAX-vísitala gefið, rúmlega tuttugu og tvö prósent. Úrvalsvísitalan stendur nú í 8687 stigum, þrátt fyrir að hafa lækkað um 0,17 prósent í gær. Vísitalan hefur verið á fleygiferð upp á síðkastið, hækkað um rúmlega sex prósent það sem af er júlímánuði og um rúm níu prósent síðastliðinn mánuð. Norska OBX-vísitalan hefur hækkað um rúm sautján prósent á árinu og hin finnska OMXH25 um rúm fimmtán prósent. OMXC20-vísitala kauphallarinnar í Kaupmannahöfn hefur gefið tæplega fjórtán prósenta ávöxtun og OMXS30 í Stokkhólmi þrettán prósent. NASDAQ 100-vísitalan í New York hefur hækkað um rúm þrettán prósent og FTSE 100 í Lundúnum um tæplega átta prósent. Sérfræðingar segja Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar ekki að fullu samanburðarhæfa við helstu hlutabréfavísitölur erlendis. Félög hér á landi séu flest minni og í miklum vexti, meðan burðarfélög erlendra vísitalna eru mörg hver rótgróin og hreyfast lítið. Þar af leiðandi séu vaxtarmöguleikar hér á landi meiri en víðast hvar annars staðar. Katrín Friðriksdóttir, forstöðumaður fyrirtækjagreiningar Landsbankans, segir íslensku vísitöluna samsetta af félögum sem flest eigi það sameiginlegt að hafa verið í miklum fyrirtækjakaupum „Félögin í vísitölunni hafa mörg hver verið að vaxa hratt og mikið. Á erlendum mörkuðum er hins vegar meira um rótgróin félög sem kannski eru ekki í jafnmiklum vaxtarham og þau íslensku." Katrín tekur þó fram að ef einstök félög í erlendum hlutabréfavísitölum séu skoðuð sé ekki einsdæmi að sjá hækkanir á borð við þær sem orðið hafa á þeim íslensku félögum sem hvað hraðast hafa vaxið. „Ef við lítum til Norðurlandanna sjáum við félög á borð við Skania, Volvo og Orkla sem hafa hækkað hratt það sem af er ári. Munurinn er sá að markaðurinn hér er einsleitari að því leyti að félögin hafa verið að vaxa hraðar en gengur og gerist á mörkuðum erlendis. Þess vegna sjáum við meiri hækkanir hér en annars staðar." Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Jón Skaftason skrifar,Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um tæplega þrjátíu og sex prósent það sem af er ári og hefur hækkað meira en úrvalsvísitölur í öllum samanburðarlöndum. Næstbesta ávöxtun hefur hin þýska DAX-vísitala gefið, rúmlega tuttugu og tvö prósent. Úrvalsvísitalan stendur nú í 8687 stigum, þrátt fyrir að hafa lækkað um 0,17 prósent í gær. Vísitalan hefur verið á fleygiferð upp á síðkastið, hækkað um rúmlega sex prósent það sem af er júlímánuði og um rúm níu prósent síðastliðinn mánuð. Norska OBX-vísitalan hefur hækkað um rúm sautján prósent á árinu og hin finnska OMXH25 um rúm fimmtán prósent. OMXC20-vísitala kauphallarinnar í Kaupmannahöfn hefur gefið tæplega fjórtán prósenta ávöxtun og OMXS30 í Stokkhólmi þrettán prósent. NASDAQ 100-vísitalan í New York hefur hækkað um rúm þrettán prósent og FTSE 100 í Lundúnum um tæplega átta prósent. Sérfræðingar segja Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar ekki að fullu samanburðarhæfa við helstu hlutabréfavísitölur erlendis. Félög hér á landi séu flest minni og í miklum vexti, meðan burðarfélög erlendra vísitalna eru mörg hver rótgróin og hreyfast lítið. Þar af leiðandi séu vaxtarmöguleikar hér á landi meiri en víðast hvar annars staðar. Katrín Friðriksdóttir, forstöðumaður fyrirtækjagreiningar Landsbankans, segir íslensku vísitöluna samsetta af félögum sem flest eigi það sameiginlegt að hafa verið í miklum fyrirtækjakaupum „Félögin í vísitölunni hafa mörg hver verið að vaxa hratt og mikið. Á erlendum mörkuðum er hins vegar meira um rótgróin félög sem kannski eru ekki í jafnmiklum vaxtarham og þau íslensku." Katrín tekur þó fram að ef einstök félög í erlendum hlutabréfavísitölum séu skoðuð sé ekki einsdæmi að sjá hækkanir á borð við þær sem orðið hafa á þeim íslensku félögum sem hvað hraðast hafa vaxið. „Ef við lítum til Norðurlandanna sjáum við félög á borð við Skania, Volvo og Orkla sem hafa hækkað hratt það sem af er ári. Munurinn er sá að markaðurinn hér er einsleitari að því leyti að félögin hafa verið að vaxa hraðar en gengur og gerist á mörkuðum erlendis. Þess vegna sjáum við meiri hækkanir hér en annars staðar."
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun