Viðskipti innlent

Fjölgun mála hjá úrskurðarnefnd

Árekstur á gatnamótum Arnanesvegar og Fífuhvammsvegar
Árekstur á gatnamótum Arnanesvegar og Fífuhvammsvegar

Alls voru tekin fyrir 270 mál hjá úrskurðarnefnd í vátryggingamálum (ÚV) árið 2006. Um er að ræða tuttugu prósenta aukningu milli ára en árið 2005 voru tekin fyrir 225 mál.



Úrskurðarnefnd vátryggingamála heyrir undir Fjármálaeftirlitið og er meginhlutverk hennar að fjalla um bótaskyldu milli neytenda og vátryggingarfélaga. Nefndin fjallar um bótafjárhæð að fengnu samþykki deiluaðila.



Fram kemur í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu að meginástæður aukningar á málskotum megi rekja til nýrra laga um vátryggingasamninga. Samkvæmt lögunum er óþarft að fara fyrst með mál fyrir tjónanefnd vátryggingafélaga.



„Úrskurðarnefndin tekur ákvarðanir sínar að vel athuguðu máli og gættum andmælarétti, sem er forsenda fyrir farsælu starfi af þessu tagi,“ segir Rúnar Guðmundsson, formaður úrskurðarnefndar vátryggingafélaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×