Viðskipti innlent

Samvinnutryggingar veita Bifröst styrk

Þórólfur Gíslason, formaður stjórnar Samvinnu-trygginga, og Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst.
Þórólfur Gíslason, formaður stjórnar Samvinnu-trygginga, og Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst.

Í síðustu viku veitti Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, viðtöku styrk til skólans að upphæð 20 milljónir króna. Styrkurinn kemur frá Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga.

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og formaður stjórnar eignarhaldsfélagsins, afhenti styrkinn og flutti kveðju stjórnar. Sagði hann meðal markmiða stjórnarinnar að styrkja og efla menningar- og félagslega starfsemi í landinu.

Dr. Ágúst Einarsson flutti þakkir fyrir hönd Háskólans á Bifröst. Andrés Magnússon, varaformaður stjórnar Háskólans á Bifröst, flutti þakkir stjórnar og kvaðst líta á styrkveitinguna sem viðurkenningu fyrir það góða starf sem nú er unnið í Háskólanum á Bifröst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×