Viðskipti innlent

Hlutabréf í Eik þykja dýr

Hlutabréf í Eik Banka, sem verður skrásettur í Kauphöllina í næstu viku, eru í dýrari kantinum segja sérfræðingar hjá Föroya Banka, hinum stóra færeyska bankanum. Þeir benda þó á að bankinn sé spennandi valkostur sem hafi gefið eigendum sínum góðan ávöxt.

Um þessar mundir fer fram hlutafjárútboð hjá Eik Banka vegna kaupa hans á SkandiaBanken í Danmörku og er útboðsgengi núverandi hluthafa 575 danskar krónur á hlut. Í samanburði við aðra skráða banka eru verðkennitölur Eik Banka í hærri kantinum að mati Föroya Banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×